Ljósberinn


Ljósberinn - 20.04.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 20.04.1929, Blaðsíða 6
126 LJÖSBERINN stæði á útliti þeirra. Axel var að vissu leyti upp með sér af pví, hve mikla at- liygli hann vakti meöal skólasystkyn- anna, hann bar pað auðvitað með sér að hann hafði verið í »slag«, og hann treysti sér til pess að láta skólabræður sína, allflesta, trúa því að par hefði liann borið hærri hlut heldur en Græni- Jói. — Pað bar öllu ininna á Jóa, færri horfðu á hann; hann var æflnlega sjálfum sér líkur í grænu peisunni, með stóru rauðu höndunum langt fram úr alt of stuttum ermum. Jói var óvenjulega kyrlátur, hann gaf góðar gætur að öllu er fram fór og kennaranum duldist pað ekki, að drengurinn bjó yfir nýjum hugsunum. Hann sá glóðina, sem brann inni í dökku augunum hans, og hann fór að hugsa um gneista, sem sindruðu út frá báli’ Hann horfðist snöggvast í augu við drenginn og undraðist með sjálfum sér hörkusvipinn á barnsiega andlitinu lians; par hefði bros farið miklu betur. [Frh.], Trúi skósveinninn. Eins og liindin práir vatnslindir— pyrstir sál mína eftir Guði, hinum iifanda Guði. Svo kvað hebreska sálmaskáldið, svona lýsir hann sinni djúpu hjartans prá eftir Guði. Hvað getur trúuðum manni verió meiri gleði en að íinna hjá sér pennan porsta. Pá eys hann með fögnuði af lind- uin hjálpræðisins. 0g hverjum trúuðum manni er kær sú saga, er segir frá pess- ari prá. Ein af peirn sögum gerðist fyrir fáurn árum suður í Afríku, í eyðimörkinni Sa- hara. Pað var frakkneskur liðsforingi, Ernst Pischari að nafni, sem hér segir frá. Hann var dóttursónur frakkneska van- trúarspekingsins Ernst Renan, sem samdi bókina: »Bernska og æska Jesú«, sem pýddýiefir verið á íslensku. Ernst liðsforingi var maður ungur að aldri. Sagan liefst á pví að hannýsitur í tjaldi sínu í brennandi sólarhita um há- degisleytið. Hann var í hárauðum ein- kennisfrakka og hafði hnept honum frá sér vegna hitans; línskyrtunni hnepti hann líka frá sér og sá pá í bert brjóst- ið á honum. Pað bifaðist, rétt eins og sólhiti væri i hönum; hann var að skrifa í dagbókina sína, og höndin titraði. Dyra- tjöldin voru öll dreginn vandlega fyrir, til að byrgja alt sólskin úti. Sefdýna lá við fætur hans. A dýnunni lá litli skósveinninn lians; pað var dreng- ur af Araba kyni. Hann fann drenginn einu sinni á ferðíira sínum, og tók hann pá að sér, eins og liund, sein inist hefir af húsbónda sínum. Sveinninn lá og svaf á dýnunni með krosslagðar hendur á brjósti sér— svaí' hinum rólega svefni réttlátra manna. »Eg vildi, að ég gæti sofið, eins og hann«, sagði liðsforinginn andvarpalidi og leit snöggvast upp úr dagbókinni »ég vildi, að eg gæti sofið með kross- lagðar hendur, eins og sá, sem hefir trúna á Krist«. »En ég — ég á -að berjast gegn van- trúuðUm mönnum«, ritaði hann í dag- bókina og síðan ritaði hann áfram, »að ég skuli eiga að berjast á pessum slóð- um, á pessari vígðu jörð, sem vætt er blóði krossfarendanna á sínum tíma, og Jió er krossinn mér sem óráðin gáta. Ég á að krefjast blindrar hlýðni af pessum hálfheiðnu mönnum, sem lúta yfirráðum pjóðar vorrar, en sjálfur er ég brot úr bergi vantrúaðrar og guðlausrar kyn • slóðar. Hvernig var ekki afi minnV Eg held petta séu 311 forlög, sem ég get ekki flúið.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.