Ljósberinn


Ljósberinn - 04.05.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 04.05.1929, Blaðsíða 2
LJOSBERINN 138 tákna inatborö alsifit rélturn, en í kring- um [)að gróðursetti hann svo ýms lægri blóm, sein áttu að vera borðgestirnir. Pegar Karl Linné óx upp, var honuin getinn sérstakur blómagarður, er hann skyldi sjálfur annast um ræktun á, og þegar iiann var á fjórða ári, vildi hann vita nafn á hverju blómi, og var ]>a0 föður lians mikil gleði. Karl dvaldi með foreldrum sínum þar til liann var 10 ára að aldri og allan pann tíma ræktaði hann blómin og hneigðist hugur hans svo mjög að því að það háði honum við annað nám, svo móður hans ofbauð, en faðir hans vildi ekkert um það heyra og kvað liann skyldi mega annast blómin sín í friði. Eins og gefur að skilja var það ann- að en gaman fyrir drenginn að setjast. á skólabekk í Vexiö, þegar hann hafði vanist hinu frjálsa lífi heima í föður- garði. Kennarar hans kvörtuðu líka yfir því hvað hann væri latur og ófús á alt náin neina grasafræðina og virtist þeim það næsta undarlegt, sem von var. En sem. betur fór, voru allir kennararnir ekki jafn blindir fyrir hæíileikum Karls Linné. Eaðir hans var mjög raunamædd- ur yfir þessum stöðugu umkvörtunum kennaranna og ætlaði að taká son sinn iir skólanum, en þá sagði læknir bæjar- ins, Ratbmann að nafni, við hann: »Son- ur yðar er nú sá af lærisveinum skólans, sem ég vænti mest af, en kennararnir lmfa rétt fyrir sér í því, að það.á ekki við hann að verða prestur. Aftur á móti getur hann orðið góður læknir og grætt á því fé engu síður en þó iiann yrði prestur.« Prestur varð glaður við þessi lofsorð, sem vonlegt var, en þó gladdist hann enn meira, er læknirinn bauðst til að taka son hans heitn til sír) endurgjalds- laust og kenna honum þetta eina ár, sem hann átti eftir þangað til hann yrði stúdent. Par átti Iiinn ungi grasafræð- ingur góða daga. Linné liafði góðar gáfur, en honum notaðist ekki að þeim vegna áhugans á blómunum sínum. Eina málið, sem hánn gat lært til gagns var latína, er hann komst að raúii um það að á því máli gat hann lesið all-mikið um líf plant- anna. Hann var líka orðinn beztur allra skólabræðra sinna í latínu áður en árið var liðið. Pegar hann fór frá skólanuin i Vexiö gaf rektorinn honum eftirfarandi vitnis- burð: »Pví er eins háttað með_ skólalýðinn og trén í garðinum. I’að getur komið fyr- ii' að ungt tré sé með vaxtarkyrking þangað til að breytt er um jarðveg fyr- ir það, þá vex það upp og blómgast og ber góða ávexti. Vér sendum nú ung- menni þetta til háskólans i þeirri von að hann finni þar það loftslag er veiti hon- um nauðsynleg vaxtarskilyrði.« Móðir Karls Linné var ákaflega bráð- iynd kona og sonur hennar óttaðist að hún mundi reiðast mjög er hún fengi að vita að hann attlaði að hætta við að verða prestur; hann tók því þann kost að tala við föður sinn, fyrst, því hann var bæði ljúfari í lund og skilningsbetri Éitt kvöld sátu þeir feðgar saman í dag- stofunni og mælti Karl þá við föður sinn: »Einu sinni sagðir þú faðir að þú álit- ir að lán og löngun færi saman hér í heimi, ertu sömu skoðunar enn?« ».Tá, ef löngunin er til þess, sem gott er.« »Pá ætla ég að biðja þig að láta mig ekki læra til prests, því ég hefi enga löngun til þess.« Prestinum brá við þessi orð og mælti: »lívað langar þig þá til að verða?« »Mig langar til að leggja stund á grasafræði og læknisvísindi«. »En þú gleymir því þá að við erum fátæk. Iívaðan ætlar þú að fá fé?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.