Ljósberinn


Ljósberinn - 04.05.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 04.05.1929, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 143 Daginn eftir kom grein í einu dag- blaðinu er hljóðaði um óknittadrengi, sem réðust á saklaus smábörn og misfjyrmdu þeim. Var atferli þeirra átalið harðlega, þar að auki var beinst að kennurunum og öðrum forráðamönnum )>arna og ung- iinga, er lítt Iétu sig skifta þesskonar framferði ósvíflnna götudrengja. Kom þar og i Ijós viðureign drengj- anna í nýrri útgáfu og aukinni. Eins og narrri má geta hallaði þar rnjög á Jó- hann, og þótt nafn hans væri hvergi nefnt í greininni, hrutu mörg ónotaleg orð og óvægir dómar í hans garð um þessar mundir. I>á hafði frú Árnason einnig þózt til þess neydd að kalla á lijálp lögreglustjór- ans. Hún hringdi til hans og talaði við hann ítarlega um háskann, sem drengn- um sínum stæði af Jóa. Hún hætti ekki fyr en lögreglustjóri lofaðist til að setja rækilega ofaní viö drenginn og að láta hafa gætur á honum eftirleiðis. Frúin lét sér vel líka málalokin og var yfir höfuð hæst ánægð með árang- urinn af varúðarráðstöfunum sínmn, þeim er móðurást og móðurskvlda hafði kraf- ist af henni. En sonur hennar var af sumum tal- inn með pislarvottunum, sém yrðu að þola refsidóma æsinga og óvildar, er sprottin væri af öfund til þeirra, sem stæðu ögn betur að vígi í lífsbaráttunni. N'iðureign drengjanna varð svo að umtals- efni í fáeinum kaffisamsætum, þar sem Axel átti marga talsmenn en Jói öllu færri. Frh. ------•> <?><•--- l’að er betra fyrir þig að liugsa fyrst um jrað, livað þú ætlar að segja, en að iðrast þess eftir áH sem þú Iiefir sagt. Ekkert er hollara en að hafa eitthvað gott fyrir stafni. Frh. Napóleon var viðstaddur, er drotning- in var af lífi tekin. Hann sat á hesti sínum álengdar. Hann tók ofan meðan aftakan fór fram af lotningu fyrir dauð- anum og forlögum drotningarinnar. En svo létu óp skrílsins hræðilega í eyrum hans, að hann hélzt þar ekki við, lield- ur knúði hestinn hlífðarlaust titrandi af reiði, gegnum nrannþröngina og þeysti heinr til sín og flýtti sér inn til móður sinnar og fleygði sér í faðm hennar. Daginn eftir veitti »sóturunum« erfitt að kom’ast áfram á götum Parísarborgar; þeir nrættu skrílnum í hópum, hverjum eftir annan. En sótari var nú einu sinni sá maður, sem vakti gaman, hvar sem hann kom og svo voru þeir nú þar að auki tveir. Og svo var Pierre Desmou- líns lagið að nota sér það og gera alls- konar glettur við einn og annan því til afsökunar, að hann og aðstoðarmaður hans yrðu að ryðjast svona áfram. Að- stoðarrnaðurinn var Lúðvík Bonaparte, þá 17 ára. Hann var trúr og góður drengur. J’að var sá lrinn sami, er Na- póleon setti til konungs yfir Ilollendinga, er hann var síðar orðinn keisari Frakka. Loks bar sótarana þangað sem fang- elsið var. Var þar liðsforinginn gamli viðbúinn að taka á móti þeini í gang- inum úti fyrir klefanum, einn síns liðs. »Hérna er lykillinn*, sagði hann, »og börnin eru tilbúin, Jeróme til þess að verða allur svartur og fara í fötin, sem þú hefir víst í kassanum og litlatelpan

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.