Ljósberinn - 11.05.1929, Blaðsíða 1
',':?- -'.-.'.,-':'.. ¦^.f,--* >:¦¦>>?>..;.-,
titiuin
uí cfd siíli^im fjeyt'ír <Qu$s v'tk't iil.
IX. árg.
Roykjavík, 11. niaí 1929.
19. tbl.
Ávarp' til fermingarbarna.
K;eru börn!
Þið, sem lýsið því yfir á fermingar-
'daginn ykkar í viöurvist safnaöarins,
aö þið trúið á Guð föður, son o° heil-
agan anda, þá gætið þess, að sú játn-
ing er ineira en tómur siður.
Trúarjátriingin er hin helgasta og liá-
tíðiegasta alvara fyrir líf ykkar Ög vel-
ferð, bæði uin tírna og eilífð. Oætið
pess, að engar þær unaösemdir, sem
heimurinn lieíir að bjóða, geta komist í
nokkurn samjöfnuð við þann frið, sem
Jesús gefur ykkur, ef I>ið slítið ekki
sambandi við hann.
Pó heiinurinn brosi við ykkur og loíi
ykkur Öllu fögru, þá eru þau loforð ekki
annað en blekking, ekki annað en tál.
Hver sá, sem gengur á vegum tízkunn-
ar og hinnar svo nefndu heimsmenning-
ar, en slítur sambandi við Guð og frels-
ara sinn, Jesúm Krist, er eins og villu-
ráfandi lamb meðal úlfa i óbygö.
Kæru, ungu vinir mínir! fig get sagt
ykkur þaö og sannað af langri lífs-
reynslu, að þeir, sem hafa stööuga um-
gengni við frelsara sinn, eru sadastir
allra manna. Varist því að festa trú á
orðuin peirra, s'em halda því fram, að
pað, sem vitringar þessa heims segja,
sé áreiðanlegra og fullkomnara en það,
sem Jesús lieíir sagt um þ'etta líf og
liið tilkomanda. Elskið Jesii með því
að varðveita orð hans. Lesið þau og
festið þau ykkur í minni og í hjarta og
brej^tið eftir þeim, eins og Guð gefur
ykkur náð til. IJá eruð þið sæl, segir
Jesús.
Biðjið Guð að styrkja ykkur í sér-
hverju góöu verki og orði, sjálfum ykkur
og öðrum til blessunar og Jesú til dýrðar.
Látið hönd Guðs' leiða ykkur, hann
réttir hana að ykkur í orði sínu. Látið
þá hönd eina leiða ykkur í lííi og dauða
inu til eilífs friðar og fullkomnunar með
þríeinum Guði.
Að endingu óska ég öllum fermingar-
börnum á íslandi eilífrar liamingju.
Guð blessi ykkur öll í Jesú nafni og
gefi ykkur:
Gleðilegt sumar!
Guðjón Pálsson.
•-^w«— —-
Jesiifí sagöi: »Sá sem hefir iriín boðorð og
heldur pau, hann er sá sem elskar mig. En sá
sem élskar mig, mun verða elskaður af föður
mínum, og ég mun elska hann og sjálfur birt-
ast honum«. Jóh. 14, 21-