Ljósberinn


Ljósberinn - 01.06.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.06.1929, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 163 urs. Móður hans var lítið um það geflð að Óli fylti ílokk hinna' ungu íþrótta- manna, hún var dauðhrædd mn að dreng- urinn yrði fyrir meiðslum, en þegar Óli fór upp um hálsinn á Iienni og bað hana »elsku möminu«, að lofa sér að fara í þetta »eina skÍ2)ti«, þá gat hún ekki ncitað honum. Par að auki var. Öli ný- búinn að eignast Ijómandi fallegan knött, sem hann hafði lánað drengjunum nokkr- um sinnum og þótst fyrir bragöið, mað- ur að meiri. — Drengirnir höfðu mælt sér mót á kiksvæðinu sínu, skamt fyrir után bæ- inn. Þeir skiptu liðinu í tvo flokka og var Axel sjálfkjörinn ílokksforingi. ÓIi litli stóð þegjandr hjá og horfði á. »Má eg vera með?« spurði hann hálf- um huga, og horfði bænaraugum á Axel. »]?ú!.« sagði>Axel og leit háðslega við Óla. »Pú í knattspyrnu! kúturinn, sem ekkert getur. Eg held nú ekki!« Óli beygði út af en sagði ekkert. Hann loit þegjandi á hina drengina, eins og hann vamti hjálpar frá þeim, eða að eiu- hver þeirra ta-ki málstað hans, og einn þeirra, sem liét Árni, sagði í vorkunn- ar rórn: »Hann heíir nú lánað okkur knöttinn sinn svo opt, Axel. Eigum við ekki að Iofa honum að vera með einu sinni?« »Ertu vitlaus?« sagði Axel hranalega. »Til hvers heldurðu að það sé? Hann, sem ekki stendur á löppunum!« Öli roðnaði og horfði vandræðalegur á Árna. »Ó, nei, ()li getur staðið á fótunum, rótt eins og við hinið«, sagði A'rni og lézt ekki gefa gaum að hæðnisrómnum í Axel. »Og mér finst að við. getum tæp- lega notað knöttinn hans dag eftir dag en neitað honum um þátttöku í leiknum. Hvað segið þið, strákar?« spurði hann og sneri máli sínu til hinna drengjanna, sem stóðu í hóp og horfðu til skiptis á fyrirliðana Axel og Árna. »Eg er með Árna!« gall einn þoirra við. »Eg er með Axel!« lirópaði annar. »Atkvæði um >nálið,« sagði Avni ^Peir, sem eru með því að Óli sé með í leiknum, rétti upp höndina!« Nokkrir drengir réttu upp höndina. » »0g þeir, sem eru á móti!« hrópaði Arni — »Enginn —'samþykt — gott og vel, Oli, þú verður þá með.« »Petta eru rangindi,« hrópaði Axel og gekk fram á leikvöllinn all vígamanu- legur. »Strákarnir greiddu royndar ekki atkvæði á móti, en þeir eru á móti samt — er það ekki, strákar?« »Okkur stendur á sama,« sögðu fáein- ir úr hópnum. »Við viljum borga hon- um knattarlánið,« sögðu aðrir. — »Hann er altof lítill!« sögðu sumir. »Ef Oli verður hafður með, þá geng eg úr leik,« sagði Axel. Eg treysti hön- um alls ekki í knattspyrnu — eg heíi ekki gaman af að leika mér við þvílík- an væskil!« Sumir hlógu. Aðrir sögðu: »Pú ert óhræsi, Axel að fara svona með hann Óla litla!« Oli hafði fiokað sér ofurlítið frá hópn- um. Honum var þungt í skapi, það var særandi að vera æfinlega kallaður Óli litli. Pað var hart að mega ckki leika sér að knetti, seni hann átti sjálfur. Honum lá við gráti, en hann harkaði af sér og sneri aptur til drengjanna. »Eg ætla ekki að vera með,« sagði hann og var furðanlega fastmæltur. »Eg fer heim með knöttinn minn.« Knötturinn lá fyrir framan Axel, sem var ekki sérlega seinn á sér, er hann heyrði ráðagerð Ola, og þeytti kneLtin- um langar leiðir í burtu. Oli mændi tárvotum augum á eptir honum, Axel skelli hló og sagði hróðugur: »Blessaður náðu honum þá!«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.