Ljósberinn


Ljósberinn - 08.06.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 08.06.1929, Blaðsíða 2
170 LJÓSBERINN »Ég rifja upp fyrir inér hina hræsnis- lausu trú þína, er fyrst bjó í Lóis ömmu pinni og í henni Evnike móður þinni«. Sæl eru þau heimili, þar sem þessi orð hirðisins góða eiga við: Eins og hirðir mun ég halda hjörð minni til haga, taka unglömbin í faðm mér og bera þau, en leiða mæðurnar. Sjálfsafneitun. Hjón nokkur áttu flmm börn. I’au höfðu uppeldi sitt af handiðn sinni. En einu sinni átti að varpa húsföðurnum í fangelsi fyrir skuld, sem hann gat ekki greitt. Kona hans og börn fylgdu hon- um grátandi til fangelsisins; báðu þau þá, er á liorfðu, að hjálpa sér. En allir þögðu við því. En rétt í þeim sömu svifum bar þar að háseta af skipi, sein var nýkomið frá Indlandi. Nú vildi hann gera sér glaðan dag eftir alt ferðavolkið. Iiann kom á móti mannþyrpingunni, ruddi sér gegnum þröngina og spurði, hvað um væri að vera. Honum var þá sagt frá óláni hins félausa hússföður og fjölskyldu hans. Ilann spurðist fyrir, hve mikið fé það væri, sem maðurinn ætti að greiða. »Pað eru 60 dalir«, svaraði einhver í mannþyrpingunni. »0, ho!« lirópaði há- setinn, »fyrst það er ekki meira, þá er mér hsegðarleikur að hjálpa honum. Ég hefi grætt 75 dali á ferðalaginu. Pað er betra, að.ég hjálpi veslings manninum með þeim en að ég eyði þeim sjálfum mér til skemtunar«. Og svo greiddi hann skuld veslings bóndans og gaf honurn svo sjálfum þá 15 dali, sem oftir voru, til þess að hann gæti aftur komið fótum undir iðngrein sína. Að svo búnu gekk hann hugrór og glaður iit á skipið aftur. »Far þú og ger slíkt hið sama«. Ilver sagði það? ---—»> <-> <•—-- Óli mændi tárvotum augum á eftir knettinum sínum, en Axel tók til fót- anna og hljóp alt hvað af tók á éftir honum. Óli litli vildi þá reyna til að láta knöttinn ekki ganga sér úr greipum, og hentist einnig af stað í sötnu átt og Axel, en þá tókst svo illa til að hann gætti fótanna eigi nógu vel og fóll um stein- nibbu, sem stakst ómjúklega í knéið honum og kendi hann sárt til. Ilann átti bágt með að standa á fætur, bæði vegna sársaukans í knénu, en engu síður vegna þess að hann vildi ekki láta leikbræður sína sjá að hann var farinn að gráta. En hann hefði nú ekki þurft að ótt- ast. drengina, því þeir voru allir bak og burt, og þegar Óli fór að gá betur í kringum. sig, sá hann engan þeirra, en þess í stað kom hann auga á dreng, sem hann mundi ekki til að hann hefði séð áður, er kom hlaupandi til hans. »Meiddirðu þig?« spurði drengurinn og laut ofan að Óla litla. ‘»Ég — meiddi mig — í fætinum« sagði Óli kjökrandi. »Lofaðu mér að líta á það« sagði að-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.