Ljósberinn


Ljósberinn - 08.06.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 08.06.1929, Blaðsíða 6
174 LJOSBERINN sýna mér, hve óg færi grimdarlega með hann, þennan vosaling. Nú heiir hann fyrirgefið mér alla harðýðgina v\ð litla drenginn, og pess vegna veit ég, að hann inuni bæði varðveita hann og okkur«. »Og þvættingur!« grenjaði Símon ruddalega. »IIvernig geturðu fengið pig til að trúa slíkum kerlingabókum?« »lJað kemur af því, að ég heii kom- ist að raun mn, að’ hann er lifandi frels- ari og getur bæði niðurlagt og upphafið annan eins syndara og ég er. Og óg segi það enn og aftur, Símon, hann varðveitir oss gegn þeim Heron og Robespierre og öllu grimdaræði þeirra«. »Og svo eigum við að ganga hér dag cftir dag með lífið í lúkunum«, öskraði Símon, »og aldrei hafa neina friðarstund fyrir þessum unga«. »Pað er nú einmitt það, sem við þurf- um ekki að gera«, svaraði húsfreyja, og ljóma brá á augu hennar. »IJar að auki vitum við, að eftirrennari þinn í fang- clsinu er á okkar bandi og lætur fyrst uin sinn í veðri vaka, eins og Dauphin sé lífs, og meðan Heron er fjarverandi, þá er öllu óhætt. En seinna verður það látið berast út, að Dauphin sé dáinn úr næmri veiki, og þá ber 'enginn áræði til að líta á hann, og svo verður hann jarðsettur í kyrþey«. lJað er hafl fyrir satt, að drengur- inn liaíi alist upp í húsi Símonar í bernsku, en er hann varð fulltíða, hafi hann farið til Sviss og sezt þar að í smábæ einum og lifað af úrsmíði. En aðrir sagnaritarar segja þar á móti, að hann hafi d’áið í fangelsinu. En ég hygg, að hið fyrnefnda sé sannara. Símon lét loks undan ákveðnum orð- um konu sinnar. Hann fann, að henni var full alvara með að halda drengnum. Húsfreyja leysti nú upp strangann og virti föla andlitið fyrir sér með viðkvæm- ustu móðurblíðu. Nú var hann þó hraust- legri í sjón on hann var, þegar þau Jer- óme og Evgenía sáu hann í fangelsinu. Húsfeyju virtist jufnvel bregða fyrir brosi á vörum hans og hún kysti hann! En sú broyting sem orðið haföi á konu þessari! Öld kraftaverkanna var ekki úti enn. En samskonar kraftaverk gerast líka á vorum dögum. Everbrotnir veslings syndarar falla á kné fyrir hin- um mikla, ástríka, miskunnsama frelsara, sem bæði fyrirgefur og endurreisir hvern syndara, sem til lians kemur. »En hershöfðinginn?« spurði Símon. »IJað er óliætt að treysta honuin. Og þar að auki er hann líka sjálfur æstur út af því, að borgarafrúin Jósefine Beau- harnis hefir verið hnept í fangelsi þessa dagana. En það er sagt, að litli undirforinginn hafi ætlað sér að ganga að eiga hana, nú er maður hennar er af lífi tekinn. »Beauharnis«, tók Símon upp eftir lienni, »ég man nú ekki almennilega eftir honum«. »það var liann Alexauder Beauharnis greifi, þú manst þó víst eí'tir honum, Sí- mon, liann var einmitt tekinn af lííi fyrir tveim dögum«. »Nú, já, það er satt«. svaraði Símon kæruleysislega, »maður getur nú ckki munað nöfnin á öllum þeim, sem vcrða höfði skemri á þessum tímum«. Húsfreyja lagði nú litla konungsson- inn í fátæklegt rúm, en injúgt og gott var bólið og englar Guðs vöktu yfir barninu sofandi. Begar fregnin um dauða Dauphins litla barst út um Erakkland, og víðar, þá barst hún líka til Korsíku og Ajac- cio, og vakti hrygð í hjörtum barnanna þriggja, S(‘m geymdu litla drenginn í svo ástúðlegri minningú. Mæður þeirra full- yrtu að sönnu, að það hefði verið bezt af öllu, úr því sem komið var fyrir ves-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.