Ljósberinn


Ljósberinn - 08.06.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 08.06.1929, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 175 linginn litla; en samt gátu pau ekki annað en hrygst af pví í sínum barns- legu óreyndu hjörtum. En svo bar pað til einn daginn, er fjölskyldan átti sízt von á fagnaðartíð- indum, að hinn frægi sonur og bróðir kom snöggvast til að heimsækja þau. I’ar urðu heldur en ekki fagnaðarfundir, en Napóleon sjálfur var pó ekki sízt glaður. Pegar hann var búinn að segja frá pví, sem honum hafði að höndum borið bæði gott og sorglegt, og par á meðal að Jósefínu Beauharnis hefði ver- ið varpað í fangelsi, pá spurði hann, hvort pau gætu pagað yfir leyndarmáli? Pau hétu pví hátt og hátíðlega. Sagði hann poim pá frá Dauphin litla, að hús- freyja Símonar skóara hefði komið hon- um úr fangelsinu í stórum kassa og að hann héfði sjálfur skotið skjóli yfir hana í kjallaranum fræga. Og nú er hann hjá peim hjónum í nýja bústaðnum peirra«, sagði hann, »og par er farið með hann næstum eins og kongsson. Nú er hann orðinn ólíkur veslingnum litla, sem pið, börn, kynt- ust í fangelsinu og pað er gott að svo er, af pví líka, að pað mun trauðlega verða komist að pví, lwar hann er nú niður kominn. Skósmiðurinn segir nú reyndar, að kona sín sé ekki með öllum mjalla að pví er drenginn snertir; en pó gerir Iiann honum ekkert mein. Eins og nærri má geta, pá hlýddu pau öll frá sér numin af gleði á pessa sögu Napóleons. Peim fans't pað vera eins og æfintýr, er pau gætu varla trú- að; en skildu pó, að petta var verk hins almáttuga drottins. Napóleon naut orlofsins hið bezta í gömlu, kæru föðurhúsunum; pað vár hugsunin um Jósefínu nú, sein á skygði fyrir honum. En mjög bætti pað úr skák fyrir honum, að fjölskyldunum öllum leið parna svo vel, og kom svo vel sam- an. En jafnskjótt, sem liann var einn orðinn, hvarflaði hugur hans aftur til konunnar, sem liann unni, og var alt af að hugsa sér upp ráð hvernig hann gæti náð henni úr fangelsinu, ef að frægðar- orð hans eitt og hin háa staða hans, naígði eigi út af fyrir sig til að frelsa hana. Pegar hann kom aftur til Parísar, pá tók hann 'pegar til starfa utan borgar- inríar, og pannig stóð á pví, að ár leið svo, að hann gerði enga tilraun til að frelsa Jósefínu. En svo vildi pað til hamingju, bæði honum sjálfum og rnörg- um öðrum, Maksimillihan Robespierre, morðvargurinu illræmdi, var settur í fangelsi og dæmdur til dauða. Pegar hann var leiddur til fangelsisins pá tókst einhverjum fylgismönnum hans meðal skrílsins að ná honum, en hann var óð- ara tékinn aftur. Nú tóku aðrir við stjórn- inni sem kunnu sér betur hóf og lengi höfðu verið óánægðir með grimdaræði hans, tortrygni og undirferli. Hann var nú dæmdur til dauða. Pegar Napóleon lieyrði petta fór hann til fundar við vin sinn, Augustin Robespierre, og hitti svo á, að hann var aíveg hamslaus af ör- væntingu og ofsa. »Ég gef mig fram á morgun«, sagði hann, »og lýsi pvi yfir, að ég sé alveg sömu skoðunar og bróðir minn, pví að ég vil deyja ineð honum«. »Yertu núenginn auli, Augustin«, sagði Napóleon. »Bróðir pinn heílr sjálfur bak- að sér petta, pað viltu, ef til vill, játa fyrir mér. Og viljir pú um fram alt, að Frakkland verði pjóðveldi, pá liggur ef til vill, en pá mikið verk að vinna. En láttu víti bróður píns pér að varnaði verða, svo að ekki farir pú að dæmum hans«. »Pegiðu!« sagði Augustin alveg tryltur, »hví dirfist pú að tala um bróðir minn, eins og pú gerir. Ég dáist einmitt að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.