Ljósberinn


Ljósberinn - 22.06.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 22.06.1929, Blaðsíða 6
182 LJOSBERINN vitnis, og spegillinn sýndi honum kaf- rjótt, gljáandi andlit, sem ljómaði af ánægju og hreinlæti. Fóstra lians fylgdi honurn til dyra, [jar kvaddi hún hann með kossi og ósk- aði honum góðrar ánægju. Frh. -------------- Frh. Napóleon gekk hryggur Imrt frá hon- um, og paö tók mjög á hanu, er hann frétti að Agustin hefði framkvæmt áform sitt og gefið sig fram við stjórnina. Hann var settur í fangelsi og tekinn af lífi tveim dögum síðar en bróðir hans. Napóieon var all-lengi að ná sér eftir petta áfall, [jennan hörmulega dauðdaga vinar síns. En fám dögum síðar barst honum sú gleðifregn, að Josefínu hefði Verið slept úr fangelsinu. En sú gleöi fyrir Napóleon! Ilann vissi með sjálfum sér, að hann bar heitan ástarpokka til þessarar ungu og fögru ekkju. En þó var hann ekki nærri eins hugrakkur, er hann kom til fundar við hana, þar sem hún sat meðal vina þeirra beggja, til að biðja hennar sér til handa, eins og þegar hann stóð með köppum sínum gegnt óvígum fjandmannaher. Feir, sem mættu »litla undirforingjan- uin« daginn þann, sem hann var á leið til Jósefínu, litu undrandi á, hve hann var hógvær í bragði, hve hægfara og hikandi hann var og hve liann var óvenjulega snyrtilega búinn. Engum datt í hug, að herforinginn væri kominn á biðilsbuxurnar. En þegar hann kom aft- ur, og hafði fengið jáyrði hinnar fögru konu, þá var hann allur annar. Parna skundaði hann áfrain eins og storm- bylur, svo hnarreistur og sigurbrosið skein úr stálbláu augunum hans. Skömmu síðar kvæntist hann Jósefínu í kyrþey, en síðan fór hann til Italíu að skipun stjórnarinnar, og skyldi vera æðsti hershöfðingi vfir öllum frakknesku hersveitunum þar. Sagan segir, að gamlir og reyndir hérshöfðingjar, eins , og Massénæ, er staddir voru í Nissa, þegar Napóleon kom, haíi orðið alveg hamslausir af reiði, að stjórnin skyldi senda þeim svona unglegan og óþjálfaðan herforingja; aldrei hefði hann enn barist við erlenda fjand- menn, heldur eingöngu við frakkneska borgara. En þeir létu fljótt af því. Öð- ara en Napóleon var kominn, sendi hann þeim orð að koma, og gaf liann þeim þá skipanir í ströngum og myndugum róm. Ilinn einbeitti vilji hans og hátign- arró í framkomu hafði feiknaleg áhrif á þá. Peir gleymdu öllu, gleymdu, að hann var lítill vexti og óglæsilegur og illa biiinn, og þeir kornust lljótt að því að hann var þeim langt um snjallari að hernaðarlist. Það, sem Napóleon lét sér fyrst af öllu umhugað um, var það, að hermenn hans hefðu nægan og góðan mat, hlýj- an fatnað og góð vopn, og með þessu ávann hann sér óðara hinn hlýjasta kærleika hjá þeim, því að hinir eldri herforingjar höfðu ekkert skeytt um það. Og þegar til orustu kom, þá kunni enginn á við hann að hleypa eldmóði í -þá og bardagahug. — Pegar Napóleon kom til Milano, þá veittist honum sú gleði, að hitta þar

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.