Ljósberinn


Ljósberinn - 22.06.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 22.06.1929, Blaðsíða 8
184 LJÓSBERINN að hann sá óðara hvað bezt var að gera og hyggilegast þjóðinni til vel- ferðar. En auðvitað verður því ekki neitað, því miður, að hann beitti oft gerræði og óbilgirni, þegar hin óseðjandi nietorðagirnd hans náði tökuin á hon- uin. En rnikilmenni var hann í tnörgum greinum, en harin liafði líka sína stór- galla, eins og ílest önnur mikilmenni. Svo var .hann einráður og drotnunar- gjarn, að aldrei fór liann að ráðum ann- ara manna, heldur réð því sjálfur, hvað gera skyldi. Það var inóðir hans ein, frú Lætitía, sem kom dálitlu tauti við hann. — Einu sinni var það á fögrum vordegi, að Napóleon gekk á fund móður sinnar til að segja henni, að Símon skóari byggi nú ekki lengur í París. Eftir því sem hann frekast vissi, þá hefðu þau hjón farið til útlanda, undir eins og þruma stjórnarbyltingarinnar var rið in af. »En Dauphin litli?« spurði móðir lians. , »Hann hafa þau auðvitað haft með sér. Eg hugsa mér, að kona Síinonar, sem unni drengnum svo mikið, hafi ver- ið hrædd um að menn mundu einhvern tíma kornast að því, að hann væri kon- ungssonur og tækju hann til kongs«. »Og þú heldur, að það hefði ekki glatt konuna?« spurði frúin undrandi. »Nei, það mundi varla hafa orðið, því að þá hefðu þau hjónin orðið að skilja. Og mér er það líka kærast, að svona heflr farið«, sagði Napóleon mjög hugs- andi út í þetta. »Hvað áttu við, sonur minn? Getur það haft nokkra þýðingu fyrir þig?« Pá brá léttum roða á kinnar Napó- leons. »Verið getur«, sagði hann, að þér séuð ekki á sama máli og ég í þessu efni. En eins og nú stendur, þá er svo litið á, að ég ráði fyrir landinu, og eng- inn veit, live hátt ég kann enn að kom- ast til frægðar og valda. En ef and- stæðingar mínir hér í landi, Bourbon- arnir, yrðu þess vísir, að sonur Lúðvíks 16. væri á lífi, J>á gæti ef til vill svo farið, að þegar hann væri búinn að ná lögaldri, þá kysi jijóðfélagið liann í minn stað«. Frh. --------------- Æskunnar léttúð er ellinnar grátur, oft er stutt fyrst milli rétts og skakks vegar. margur er ungdómsins augnabliks-hlátur, sem æfin öll þungt fram í dauða tregar. Leiktu þér ekki við lífsins gátur því lífsins gátur eru alvarlegar. J. 0. Sögukver handa börnum, eftir Boga Melsteð, er »eflaust hin bezta *ögubók handa börnum og unglingum, sein enn er til á íslenzku«. íslands aga þessi fæst hjá Snæbirni Jónssyni, Austur- stræti 4, Reykjavík, og kostar eina fullgilda krónu. BARNABÓKIN „FANNEY“ fæst í Emaus og fleiri bókaverzlunum, bæði einstök hefti á 1 kr. og öll heftin (,5) skraut- bundin á 7 kr. Úrvalssögur, kvæði, myndir og skrítlur. — Skemtilegasta tæltifærisgjöf. Ef pér purfid ad láta 'prenta eitthvad, svo sem: bréfsefni, umslög, nafnspjöld, reikninga, kvittanir, erfi- Ijód, grafskriftir, kransborda o. s. frv. pá látid Prentsmidju Jóns Helga- sonar gera pad. Bergst.str. 27 Sími 1200. Prentim. Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.