Ljósberinn


Ljósberinn - 29.06.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 29.06.1929, Blaðsíða 2
186 LJÓSBERINN Hann Jensen gamli var ekki með öll- um mjalla. Pað sögðu pau öll. En Hin- rik litli undi pví vel að sitja hjá honum og blaðra við hann og hlusta á sögurn- ar, er hann var að segja frá pví, sem hann lieyrði og sá í Rússlandi á dögum stjórnarbyltingarinnar, heyra hann segja frá sultinum og seyrnum og hversu erf- itt pað hefði ve'itt að flýja yfir landa- mærin. Parna hefðu peir orðið að liggja vikum saman og bíða eftir færi til að sleppa fram hjá vörðunum. Jensen gamli átti sína sögu. Hann var farinn að ryðga í dönskunni, en pó var hann fæddur í borginni Slagelse í Dan- mörku. Faðir Hinriks og Jensen voru vinir á ungum aldri, en nú var Jensen búinn að vera 20 ár í Rússlandi og ekkert hafði spurst til hans árum saman, pang- áð til hann stendur alt í einu einn dag- inn við garðshliðið og var pá svo tötra- legur og horaður, að faðir Hinriks hélt, að pað væri förumaður og ætlaði að fara að taka upp 25 aura handa hon- um. ■ Jensen bjó hjá peim uppi á gestaher- berginu. Ilann átti alls enga ættingja og pabbi liafði sagt, að allir ættu að vera góðir við hann, pví að hann ætti víst ekki langt eftir ólifað. Yenjulega sat hann stunduin saman í einu hnipri á bekk úti í aldingarðinum, og ef einhver ávarpaði hann, pá hafði hann til að svara einhverri lokleysu. Eiriú sinni sagði mamma honum, að hún ætlaði að planta prenningargrös í kring- um rósirnar sínar. Pá hristi hann höfuð- ið og svaraði að hún skyldi fara var- lega í pær sakir, pví að pað kynni að komast upp! Pað mátti segja, að hann væri eigin- lega aldrei skrafhreifur, nema pegar Hinni settist hjá honum og pá talaði hann af viti og Hinni komst að pví, að honum pótti vænt um, gamla manninum, að hann sæti hjá honum. Þegar Jensen gamli var að segja frá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.