Ljósberinn


Ljósberinn - 13.07.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 13.07.1929, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 207 hún kallar pig til bæna, og hvað ætl- arðu að segja við Jesú, sem [»ú hefir hrygt?« I’á runnu stór tár niður vangana á Palla, en kennarinn sagði: »Barnið mitt, petta athæfi hryggir mig pví rneira sem. ég hefi alt til pessa veitt framferði pínu eftirtekt og ekki orðið annars var,' en að [»ú hegðaðir pér vel og elskaðir sannleikann«. Páll blóðroðnaði. Hann hóf upp höf- uðið og mælti: »Eg skrökvaði ekki«. »Vertu ekki að reyna að afsaka pig, drengur minn«, sagði konnarinn, »pví að pó að pú skrökvaðir ekki, pá léztu pig samt engu skifta, pó að grunurinn félli á lagsbræður pína, og — pað var Ijótt og ódrengilegt. I5að hryggir mig, og fyrir pað verð ég að refsa pér. Nú er miðvikudagur í dag; nú skalt pú í kvöld og öll liin kvöldin í vikunni, sem eftir eru, sitja eftir til klukkan 8. Og meðan hin börnin hafa hlé til að leika sér, pá skalt pú á hverjum degi sitja eftir og skrifa upp alls 10 blaðsíður úr lesbókinni pinni«. Kennarinn opnaði nu hurðina, og er skólinn var úti pann daginn, leyfði hann öllum að fara, en sagði litla bróður Palla að láta mömmu sína vita, hvers vegna Palli sæti eftir. Allir drongirnir, nema peir bræður, fóru sína leið, meðan kennarinn var að tala við pá; var pá kennarinn og peir bræður einir eftir í skólanum. Palli sat grafkyr og starði beint fram undan sér, og tók pví- ekki vitund eftir pyí, hvað Lúlli bróðir hans varð fölur og vand- ræðalegur við úrskurð kennarans. Lúlli var sextán mánuðum yngri en Palli. Peir bræðurnir unnust svo mjög, að skólabræður peirra furðaði oft á pví, og jafnvel. kennarann líka. Lúlli hreyfði hvorki legg né lið. Pað var eins og hann væri negldur á bekkinn, og altaf hafði hann augun á Palla., en Palli leit, aldrei upp. »Lúlli, drengurinn minn, pú verður að far.a, klukkan er meira en i». Taktu svo, Palli, lesbókina pína, og farðu að skrifa upp«. l’alli stóð upp og náði í bókina, en pá fleygði Lúlli sér grátandi í fangið á honum og hrópaði upp: »0, bróðir, bróðir!« En Palli vafði hann að sér og reyndi að hugga hann og sagði: »Gráttu ekki, Lúlli minn, vertu ró- legur, ég skal vera fljótur að skrifa pað af, sem inér er sett fyrir, og vera bú- inn kl. 8, og pegar ég kem heim, skal ég segja mömmu alt, eins og er. Vertu rölegur og liraðaðu pér heim. Góði Lúlli ininn, ég bið pig að fara, pað tekur mig svo sárt, að heyra pig gráta. Vertu nii svo vænn að fara!« Og l’alli reyndi að slíta sig af honum, en Lúlli vildi ekki sleppa tökum. »Ég ætla að bíða, ég ætla að sitja eftir!« sagði Lúlli grátandi. —- »Pú verð- ur að fara; ég pori ekki að fara til mömmu«. Og nú grét liann hálfu meira. Loks tók kennarinn í hendina á hon- um og sagði: »Drengurinn minn! Nú mátt pú til að fara; bróðir pinn hefir gert eitthvað mjög rangt; pú skilur pað, að hann verður að sæta refsingu«. — En nú varð kennarinn fyrst steinhissa, pví að nú sagði litli snáðinn: »Yður skjátl- ast, herra, — pað var ég, sem gerði pað«. »Lúlli!« hrópaði Palli og greip uin handlegginn á honum. »Pú hefir fengið nóga refsingu, pó að pú segir petta ekki«, og féllust peir bræður aftur í faðma. Kennarinn komst nú í vanda ineð pá bræður; hann vissi ekki í svipinn, hvað gera skyldi. Augu hans fyltust tárum, og að fáum augnablikum liðnum dró liann pá báða að sér og mælti: »Kæru drengirnir mínir, mér pykir vænt um að sjá pað ástríki, sem pið

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.