Ljósberinn


Ljósberinn - 20.07.1929, Qupperneq 2

Ljósberinn - 20.07.1929, Qupperneq 2
210 LJOSBERINN Pétur á vatninu og við. I’að er eins með oss og Pétur. Meðan viö höfum augun á Jesú, f)á getum við 'gengið á bylgjunum, en ef við lítum á okkur sjálf og bylgjurnar, pá förum við að sökkva. Við eigum að verða hrein, það er satt, hrein fyrir Guði, og pað viljum við. En ef við lítum á okkur sjálf, pá gerir pað okkur ekki hrein; en ef við horfum á Jesú í róseini og trausti og gleymurn okkur sjálfum og öllu hinu sýnilega, pá gerir pað okkur hrein. ^nrtíurnit tflit. (^uírútttt ^aruaöótíttr (JUt.!. fgrit ^jótiittaRtt) Frh. Jóa var vel fagnað, svo að hann gleymdi brátt allri feimni, en lék sér með barnslegri gleði að gullunum hans Öla. Frúin lét bera allskonar góðgæti á borð fyrir drengina, sem peir gerðu báð- ir beztu skil. Frú Ellert þótti vænt um, hve vel lá á Jóa, en hann lék við hvern sinn fing- ur, og var nú harla ólíkur pví, sem hann hafði verið kvöldinu áður, pegar hann kvaddi frúna, stúrinn, með tár í augum. Ilún virti drengina báða fyrir sér. Peir sátu hvor við hliðina á öðrum, og Óli hélt handleggnuin utan um hálsinn á Jóa, sem var í óða önn að draga upp myndir fyrir hann, með allavega litum ritblýjum, sem Óli hafði fengið í afmælisgjöf. Óli var frá sér numinn af hinum einkar snotru uppdráttum, og lét mjög í Ijós aðdáun sína. »Sérðu, mamma, hvað hann Jói er »fínn« að teikna! Sko hundinn og hest- inn, slco lnisið og skipið, er pað ekki fallegt, mamma?« Og frú Ellert leit bros- andi á myndina, og sagði vingjarnlega, eins og henni var svo lagið: »Já, Óli minn, petta eru allra fallegustu myndir hjá Jóa. Pað er gaman fyrir pig að eiga pær, geymdu pær vel«. »Mamma! Jói segist skuli koma oft til mín og búa til myndir handa mér, ef pú vilt, mamma, — má hann pað?« spurði Óli. Frú Ellert leit á Jóa, hann sat álútur við borðið og virtist ekki hugsa um neitt annað en myndirnar, sem liann var að teikna, en væri vel að gáð, lýstu augun hans pví, að honum var mjög ant um að heyra hverju frúin svaraði spurningu Óla, og svipurinn varð hýr, pegar hún sagði: »Pó pað væri nú, Óli minn! Jói litli er velkominn hingað, hve- nær sem er«. Jói leit upp alveg ósjálfrátt, og dökku augun hans mættu mildu og móðurlegu augnaráði frú Ellert. »IIún er góð«, hugsaði drengurinn með sér, en frú Ellert hlýnaði um hjartað, rétt eins og pað hefði verið hennar eigin drengur, sem hún horfði á, og hún hugsaði með sér: »Hann er verulega geðpekkur dreng- ur, og svo einstaklega laglegur. Pað sæist bezt, hve myndarlegur hann er, ef hann væri í fötum, sem færu vel«. Pað var komið undir kvöld, pegar skrifstofustjórinn, faðir hans Óla litla, kom heim frá vinnu sinni. Hann heyrði glens og glaðværð inni í stofunni og rann á hljóðið. Iiann staðnæmdist í dyr- unum og horfði stundarkorn á dreng- ina, sem voru einsamlir í herberginu, og

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.