Ljósberinn


Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 211 svo önnum kafnir við sýslan sína, að hvorugur peirra veitti honum eftirtekt. Ellert var freinur fálátur maður og alvörugefinn, ætluðu pví sumir hann kaldsinnan, en hefðu peir séð geislana, sem blikuðu úr augum hans, pegar hann horfði á drenginn sinn, pá hefði peim ef til vill skilist, að undir köldu yfir- bragði getur leynst hlýtt og viðkvæmt hjarta. Óli vissi pað af pví, að hann pekti föður sinn, en Jói pekti hann ekki, og honum varð hverft við, pegar skrif- stofustjórinn ávarpaði hann, óg hann varð niðurlútur, pegar hann horfði á hann. »Hvað heitirðu annars annað en Jói?« spurði hann og horfði fast á Jóa. »Öli kallar pig aldrei annað en Jóa, en pú heitir auðvitað eitthvað annað«. »Ég heiti Jóhann«, svaraði Jói ofur- lágt, og óskaði pess jafnframt af heil- um hug, að spurningarnar yrðu ekki fleiri. »Hvað ertu gamall?« spurði skrifstofu- stjórinn pví næst. Jói átti ekkert bágt með að svara pví, en priðja spurningin varð full erfið: »Hvers son ertu?« Jóa fanst stóreflis kökkur standa fast- ur í hálsinum á sér. Hvers son ertu? Hverning átti hann að svara pví? Hann kom engu orði fyrir sig. »Hvað heita foreldrar pínir?« spurði skrifstofustjórinn, og lézt ekki taka eftir vandræðasvipnum á Jóa, sem ræskti sig hvað eftir annað. Loks sagði hann svo lágt, að Ellert heyrði tæplega: »Móðir mín er dáin, -— hún hét Jó- hanna«. Skrifstofustjórinn leit snögt til hans og virti hann vandlega fyrir sér. »Hún hét Jóhanna«, sagði hann, »einmitt pað. Er langt síðan að hún dó?« »Hún dó pegar ég fæddist«. Rödd drengsins varð svo undur rauna- leg, og Óli litli leit upp, og innileg sam- úð skein úr augum hans, er hann sagði við föður sinn: »Hann á enga mömmu!« Fátt eða ekkert gat Úli hugsað sér hræðilegra en pað, og hann flýtti sér að bæta við: »Jói minn, pú mátt eiga hana mömmu mína með mér«. Óli fór aftur að leika sér, en faðir hans hélt áfram að tala við Jóa. »Hvað heitir faðir pinn?« spurði hann. »Ég veit pað ekki«, stamaði Jói vand- ræðalega. »í"að hefir engin sagt mér—«. Hvar áttu heima? Hver hefir alið pig upp?« »Marín Ingimarsdóttir, prjónakona«, svaraði Jói, öldungis eins og hann væri að hafa yfir lexíu í kenslustund. Ellert horfði á drenginn, sem stóð niðurlútur fyrir framan hann, eins og sökudólgur, sem átti sök á pví sjálfur, að hann gat ekki svarað spurningum skrifstofustjórans til fulls. »Hm, svo að pú hefir aldrei átt for- eldra, auminginn, hvorki pekt föður eða móður, hm, — áttu ekki einu sinni mynd af móður pinni?« Skrifstofustjórinn talaði í lágum rómi, og pað var hlýja í röddinni, sem snart drenginn notalega, og pað glaðnaði yíir honum aftur. Hann mundi eftir brosleitu myndinni í litla kapselinu, hann vissi, að pað var falleg mynd, og að hún var af henni móður hans, og Jói sagði tölu- vert djarfari en áður: »Jú, fóstra mín geymir mynd af móður minni, ég á að fá hana pegar ég fermist«. »Pekti fóstra pín móður pína?« »Hún dó hjá fóstru minni. Hún kom til hennar rétt áður en ég fæddist«. »Hm, hm — hefir fóstra pín pá ekki sagt pér frá móður pinni?« spurði skrif- stofustjórinn og horfði stöðugt á drenginn. »Ofurlítið. Hún segir, að móðir mín hafi verið ung og falleg, og góð — ósköp blíð og góð«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.