Ljósberinn


Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 6
214 LJÖSBERINN Af Edel er það að segja, að hún bað afsökunar og fyrirgefningar á glappa- skoti sínu. Gráhærði, þumbaralegi banka- stjórinn veitti henni áheyrn, var dálítið önugur fyrst, en smáblíðkaðist fyrir bæn- araugunum hennar. Hann rétti fram mögru og hvítu hendina, og mælti: »Eg er þér nú ekki reiður lengur, barnið mitt«, og kinkaði kolli. »En hvað heit- ir þú?« Pá brá Edel. Var það pá svona? Hann vissi þá ekki, að hún var dóttir Steinbergs kaupmanns! En hvað hún var mikið flón! Nú gæti hún fyrst með þessari heimsókn sinni eyðilagt alt fyrir pabba sínum, því að nú vissi banka- stjóri öll deili á henni! — »Ég — ég —«, lengra komst hún ekki, því að í sömu andránni var forstofu- hurðinni hrundið upp, og Stebbi ryðst inn, kafrjóður og vandræðalegur. Hann kallaði upp og sagði: »Pabbi«, og fleygði sér svo um háls föður sínum, »pabbi, ég skal segja þér, að það er bara í þetta eina skifti, sem ég heíi verið vondur við hana, og ég ætla að gefa henni fyrir nýjum hanzka af sparipen- ingunum mínum«. Bankastjóri spratt þá upp, sló í skrif- borðið og hrópaði: »Segið þið eins og er, göfugu' hjónaefni, ef ég mætti svo biðja. Annað talar um vatn, en annað um hanzka. Stefán, segðu mér, hvaða stúlka er þetta? »Pað er dóttir Steinbergs kaupmanns«. -------En hve það var nú samt sem áður satt, sem hékk uppi yfir dyrum ömmu, saumað í dúk og sett í umgerð: »Ráðvendnin varir lengst«. Edel kinkaði kolli fyrir sjálfri sór, þar sem hún dansaði heim á leið eftir göt- unni, og kreisti bréfið milli handa sér, sem Hougaard bankastjóri hafði fengið henni og sagt henni að færa pabba sín- um. Hún var fyrst og fremst frjáls og glöð af því, að hún hafði játað yfirsjón sína. Og svo í öðru lagi af því, að hefði hún ekki farið til bankastjórans, þá hefði pabbi hennar aldrei fengið pen- ingalán til þess að koma nýtízkusniði á verzlun sína, til þess að hann gæti kept við Mathiesen. Pað var einmitt það, sem hann hafði sótt um að fá í bank- anum, sem faðir Stefáns veitti forstöðu. En bankinn gat ekki veitt lánið, af því — já, var það ekki af því, að eitthvað vantaði, sem nefnist trygging og ábyrgð, og ekki er neinn barnaleikur að fást við. Pær fréttir hefði svo bankastjórinn orðið að flytja pabba Edelar, einmitt á afmælisdegi mömmu. En þetta fór nú á alt annan veg, því að þegar Stefán var búinn að skrifta, og Edel búin að segja sína sögu um það, að ofnhanzkinn hefði átt að vera afmælisgjöf handa mömmu hennar; þá sat bankastjóri þegjandi um stund, en síðan lagði hann 'hendi Edelar milli handa sinna og sagði: »Stóri drengurinn minn hefir verið slæmur við þig í dag, kæra telpa mín; ég ætla nú að reyna að bæta yfir það við þig og þína«. Svo skrifaði hann bréf og lokaði því, fékk henni það, kvaddi hana hlýlega og kinkaði kolli til hennar. Stebbi f'ylgdi henni langt út á götu, og var nú yfirlitsbjartur, kvaðst hafa lesið bréfið yfir herðarnar á pabba sín- um og séð, að pabbi sinn ætlaði sjálf- ur að lána pabba hennar peningana. Og bréfið átti svo að afhenda pabba hennar og mömmu snemma að morgni afmælis- dagsins í stað ofnhanzkans. Og þó að hanzkinn sá hafi að öllu verið hinn prýðilegasti, þá varð bréfið að tarna þó víst enn þá betri afmæl- isgjöf. \

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.