Ljósberinn


Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 215 María, Marta og Lazarus. Pessi alkunnu systkini vitnuðu um Krist, hvert á sinn hátt. María með pví, sem hún sagði, Marta með pví, sem hún gerði, og Lazarus með pví, sem hann var. Ekki er ritað neitt orð af vörum Lazarusar; en er hann var uppvakinn frá dauðum, var hann orðinn allur ann- ar maður, nýr maður, og vitnaði kröft- uglega um kraft Guðs. Vitnisburður peirra manna, sem hafa endurfæðst eða eins og risið upp til að lifa nýju lífi, er jafn áhrifamikill enn, eins og hann var pá, og leiðir tvent af sér: að sálir frelsast og vottar Jesú verða fyrir ofsóknum. Sólskinsdagurinn. Blessuð fjallafoldin mín, fögur er hún myndin pín. Heilög trygdin hlær mér við, hreinleikinn og sakleysið. Trú eru fjöllin himinhá, hrein er mjöllin tindum á, saklaus brekkublómin smá. Blessað er pá mynd að sjá. Ó, ég elska petta prent, pað var mér sem barni kent; mig pú gleyminn minnir á, móðir kæra, námsgrein pá: Vertu sannur, saklaus, hreinn, sæluvegur er pað beinn; minstu herrans heitorð á »hjartahreinir drottinn sjá«. B. J. Óskaráðin. Gömul, trúuð kona og fríð sýnum, var einu sinni spurð, hvernig Imn færi að pví að halda svona fegurð sinni á gamals aldri. Pað var. tízkudrós, sem spurði, öll smurð og litfáguð í framan. Gamla konan svaraði á alt annan veg en spyrjandi bjóst við. Hún sagði bros- andi: ^Pað eru góð, en ógn einföld ráð. Ég hefi sannleika á vörum mér, blidu í augum mér, kœrleika í hjarta og hönd, og bæn að rómi mínum«. Biblían hennar mömmu hans. Einu sinni var enskur lögreglupjónn á sinni venjulegu göngu um hánótt í kuldanæðingi. IJti fyrir stóru húsi bar honuin nýstárleg sjón fyrir augu. Hann lyfti upp ljóskerinu sínu til að skygn- ast betur að pví, en sá ekki í annað en ræflahrúgu. En er hann gáði betur að, pá var veslings drenghnokki innan í pessum görmum, hálfstirður af kulda; hann var að reyna að ylja sér innan í pessu eftir beztu föngum í næturnepjunni. Lögreglupjónninn gat varla varist tár- um, pegar hann sá pessa hrygðarsjón. »Hvað ertu að gera hérna, flækings- tetrið litla?« spurði hann. »Ég er að skýla mér fyrir næðingn- um«, svaraði drengurinn. »Hvar er pabbi pinn?« »Hann er dáinn«. »Hvar er hún mamma pín?« »Hún er líka dáin«. »Komdu pá með mér; konan mín £. til ból handa pér«, sagði lögreglupjónn-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.