Ljósberinn


Ljósberinn - 20.07.1929, Qupperneq 8

Ljósberinn - 20.07.1929, Qupperneq 8
210 L JÖSBERINN inn. Hann var sannkristinn maður, og hafði skotið skjólshúsi vfir marga slíka munaðarleysingja. Drengurinn litli hlýddi skipun hans, og reis á fætur til þess að fara með honum. Lögregluþjónninn sá þá, að drengur- inn var að reyna að fela einhvern stór- an böggul undir treyjugarminum sínum. »Hvað hefirðu nú þarna?« sagði hann, »er það eitthvað, sem þú hefir stolið?« Og svo þreif hann af honum böggul- inn, sem hann hélt að væri. En það var ekki þýfi, eins og hann hélt, heldur •—■ biblía. Lögreglustjórinn komst þá mjög við, þegar hann sá, hvers kyns var. En fyrst vildi hann reyna drenginn dálítið og sagði við hann: »Fleygðu þessari bók! Hvað ætlarðu að gera með hana?« Og lét svo eins og hann ætlaði að fleygja bilbíunni sjálfur. »Æ, gerðu þetta ekki«, sagði dreng- urinn í bænarrómi og fórnaði höndum. »0, taktu ekki frá mér biblíuna, hennar mömmu minnar! Hún gaf mér hana, þeg- ar hún lá banaleguna, og því varð ég að heita henni, að lesa í henni á hverj- um degi fáein ritningarorð, sem hún var búin að strika undir. Og ég get ekki sagt yður sannara en það, að í hvert skifti sem ég hefi lesið í henni, þá hefl ég svo miklu minna fundið til svengdar og kulda, en svangur hefi ég oft verið, því að ég hefi alls ekkert getað unnið mér inn. Pá hrundu tárin af augum góða lög- regluþjónsins. Hann hafði drenginn heim með sér. 0g daginn eftir kom hann hon- um í vist hjá guðræknum og efnuðum manni. Pessi nýji húsbóndi hans kom honum í góðan skóla og tók hann ágæt- um framförum. Sá varð endirinn á þessari sögu, að þessi inunaðarlausi drengur varð síðar kristniboði og leysti af hendi hið þarf- asta verk í þjónustu kristniboðsins. Iíann leitaði uppi marga heiðna drengi, sem áttu enga biblíu, og leiddi þá til Jesú. Hvað er hægt að gera betra? ------------- Pekkirðu pað. Farþeginn: Ilvort þekkir þú öll þau íllu sker, sem eru á leið til strandar hér? Haf nsögumaðurinn: Ég þekki það sund, sem örugt er, en ekki hvert sker — það dugir mér. Lausnir á heilabrotum í 17. blaöi. Sveinbjörn Réttar lausnir sendu: Gunnar Ari Jónsson, Iúngh.str, 8, Steinunn Koibeinn G. Magnúsdóttir, Bakkastíg 1, Aðalsteinn Valdimar J. Valdimarsson, Ingi- Ragnar bergur Kristjánsson, Hvg. 83, Ingimar Ilákon Hafliðason, Hvg. 123, Sig- Andrés ríður Benónýsdóttir, Skildinga- Sigmundur nesi, Theodóra Guðnadóttir, Bú- stöðum. — Ennfremur hefir bor- ist lausn á heilabrotum í 8. tbi. frá Össuri Bj. össurssyni, Skálará í Dýraflrði. Ef pér þurfid ctð láta 'prenta eitthvad, svo sem: bækur, blöð, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, reikn- inga, kvittanir, erfiljóð, grafskriftir, kransborða o. s. frv., pá látið Prent- smiðju Jóns Helgasonar gera pað. Bergst.str. 27 Sími 1200. Prentsm. Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.