Ljósberinn


Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 1
IX. árg. Reykjavík, 27. júlí 1929. 28. tbl. Barnið biður fyrir móðir sinni. »Hvað sem þér biðjið föður miiin um, það mun hann veita yður í mínu nafnk. Hver sagði það? Móðirin var ekkja. Hún var fátæk og leigjandi og hafði ekkert til að borga með húsaleiguna. Húseigandi hótaði pá að láta bera hana út. Veslings konan gekk pá inn í herbergið, settist niður og fór að gráta. Dóttir hennar litla var hjá henni. Móð- ir henhar var fyrir löngu búin að kenna henni að biðja Guð. Henni hugkvæmdist pví fljótt, hvað gera skyldi, hleypur til mömmu sinnar og segir: »Mamma, ég skal víst biðja Guð að gefa okkur ofur- lítið hús yfir okkur«. Að svo mæltu hljóp hún inn í svefn- herbergið og fór að biðja. Hurðin var opin, svo að móðir hennar heyrði hvert orð. Bænin var svona: »Ó, Guð minn góður, pú ert búinn að taka hann pabba til pín og pú veist, að hún mamma er peningalaus og húsbónd- inn ætlar að reka okkur út, af pví að mamma getur ekki borgað húsaleiguna. Við verðum pá að sitja úti á prepunum, og pá verður henni mömmu kalt. Gefðu okkur nú ofurlítið hús til að búa í«. Svo pagnaði hún um stund, en sagði síðan: »Góði Guð, pú gerir petta víst fyrir okkur. — 1 Jesú nafni«. Að svo mæltu hljóp hún aftur inn til mömmu sinnar og ljómaði af gleði; hún var ekki í vafa um, að Guð mundi gera petta. Og Guð heyrði bænina hennar. Hann lét harðbrjóstaða húsbóndann iðrast pess, sem hann hafði gert, hann kom skömmu síðar og sagði, að par sem móðirin væri ekkja, pá skyldi hún enga húsaleigu purfa að borga sér framar. Já, satt er pað, Guð heyrir bænir beðnar í nafni Jesú. »Hann er fullríkur fyrir alla pá, sem ákalla hann«. (Róm. 10, 12). Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg; þá líf og sál er lúið og þjáð, lykill er hún að drottins náð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.