Ljósberinn


Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 223 og fölt, og um pað liðuðust langir, svart- ir lokkar. Hún leit á Öla, og út úr henni skein meðaumkunin og hrygðin. Óli tók eftir þessu augnaráði hennar, og leit til hennar aftur eins og forviða. I3ví að hver gat kent í brjósti um hann eða verið hryggur hans vegna? Það kom Óla ekki til hugar, og sízt af annari eins smátelpu, eins og henni Póru frá Kotströnd. Óli stendur inni i lestrarstofu prests- ins; þar var orðið hálfdimt. Hann sneri húfunni sinni rnilli handa sér vandræða- legur og einblíndi á gólfið. Prestur sló óþolinmóðlega fingrunum á skrifborðið sitt. Það var ómögulegt að koma nokkru tauti við þennan dreng, svo harðúðugur og þver sem hann var. Pað var ómögu- legt að koinast inn í hans harðlæsta hjarta. Svo fanst presti. »Jæja«, sagði prestur og stóð upp. »Við höfum þá ekki rneira um að ræða. Pað er ein yfirheyrsla eftir, og ég vil ekki vísa þér frá að fullu, fyr en á síð- ustu stundu. Pá ætla ég að ldýða ykk- ur yfir alt, sem ég hefi farið yfir með ykkur. Ef þú getur spjarað þig þá, þá skal ég taka þig með til fermingar; annars verður þú að lesa og læra alt upp aftur. Mig tekur þetta sárt þín vegna, Óli, en ég get ekki farið öðru- visi að en samvizkan býður mér«. Óli snaraðist þá út úr dyrum. Hjartað ólmaðist í brjósti hans, blóðið hljóp fram í kinnar honum, eldheitt. Pað sauð niðri í Óla af hatri og reiði; honum fanst hann hata prestinn þá í svipinn — hann hataði alla. Hann var ekki annað en úr- þvætti, útskúfaður öllum frá; enginn skeytti vitund um hann, allir fyrirlitu hann og litu niður á hann. En nú vissi hann, hvað hann vildi. Hann vildi strjúka burtu frá þessu öllu saman og gerast vikadrengur á skipi og ferðast til heitu landanna. Þar þekti enginn hann, þar fyrirleit enginn hann af því, að hann væri ófermdur. En rétt fyrir utan dyrnar hjá presti rakst hann á ógn granna og föla telpu, hún stóð þar á horninu, eins og hún væri þar fastnegld. En hann gaf henni alls engan gaum, hann strunzaði fram lijá, þreif tréskóna sína og hljóp út yfir húsagarðinn eins og byssubrendur. Póra drap nú á dyr hjá presti, og nærri lá, að hún kollsteyptist fram af þrepinu, þegar prestur sagði með þrum- andi röddu: »Kom inn!« En svo kom henni Óli í hug. Hjarta hennar var fult af meðaumkun. Hún varð — hún mátti til að hjálpa honum, og opnaði hurðina hvatlega. »Ert það þú, Póra?« mælti prestur hlýlega. »Komdu nær. Iívert er erindi þitt?« Póra barðist við að halda niðri í sér grátinum. Hún ætlaði eitthvað að segja, en gat engu orði upp komið. En loks fékk hún þó komið því upp. Fær hann Óli járnsmiðsins ekki fermingu, ó, verð- ur honum vísað frá?« Prestur leit á hana forviða. Svo lagði hann hendina á höfuð henni og sagði: »Póra litla, ég skal gera það sem ég get fyrir hann Óla; en vilji hann það ekki sjálfur, þá getur hvorki þú né ég hjálpað honum«. Frh. ---—»><-><«.--- Kaunaðu ilt með góðu. Meðan hinn rómverski keisari Anton- ínus var landstjóri í Asíu, gisti hann einu sinni í húsi Polemons, þegar hann var ekki heima. Pegar Polemon kom heim, þótti honum fyrir þessu, og neyddi

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.