Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 1
IX. árg.
Reykjavík, 8. ágúst 1929.
29. tbl.
Kærleikur.
Elskaðu náunga þinn eins og
sjálfan þig.
Bóndi nokkur fór til undirdómara eins
og bað hann að láta £ig hafa meðmæla-
bréf til amtmanns í næsta héraði og
gefa sér í því bréfi vottorð um ráðvendni
sína. Undirdómarinn spurði nánara út í
petta, en bóndi svaraði: »1 næsta þorpi
við okkur hefir maður verið settur
í faugelsi, pví að haldið er, að hann
eigi heimulegan pátt í háskalegum rysk-
ingum. En ég er hárviss um, að hann
er saklaus. Hann fluttist til porpsins sakir
atvinnu sinnar, og nú er hann búinn að
sitja inni í átta vikur. Ég virði mann-
inn mikils og hefi komið einu sinni inn
til hans. Hann situr í þröngu svartholi
og ber sig mjög illa yfir konu sinni og
börnum sínum veikum; óskaði hann pess,
að börnin hans fengju að lifa svo lengi,
að hann mætti sjá pau aftur. En nú eru
börnin svo aum, að þau eiga ekki nema
fáa daga eftir ólifaða og ekki má konan
láta hann vita pað, svo að hann deyi
ekki af sorg«.
»Jæja, kæri vinur, hvað viljið pér gera
til að ráða fram úr pessu?« spurði und-
irdómarinn.
»Eg hefi ásett mér«, sagði hinn göf-
uglyndi bóndi, að gefa mig fram og láta
setja mig í svartholið í hans stað og nú
bið ég yður að fara þess á leit við amt-
manninn, að^ég verði tekinn í hans stað.
Ég hefi sagt konu minni að ég ætli að
fara þangað en hún veit ekki, að ég
verði að sitja í svartholi. Leiti hún frétta
hjá yður um þetta. þegar hún hefir kom-
ist að hinu rétta, þá ráðið þér henni
heilt og hughreystið hana-.
Dómarinn ritaði bréfið, og í bréfinu
fullyrti hann, að bónda væri þetta full-
komið alvörumál og að hann væri manna
ráðvandastur. Petta var til þess, að mál
fangans var bráðlega tekið fyrir aftur.
Og að fáum dögum liðnum fékk hann
aftur heimfararleyfl til ástvina sinna.
Iðnin er auðnu móðir, Guð gefur þeim
iðnu alla hluti.
Ekki vinnur sofandi maður sigur.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Tveir harðir steinar mola ílla.
Oft verður mikið bál af litlum neista.