Ljósberinn


Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 2
226 LJOSBERINN Latli Bob á flótta. Pað var fyrir löngu síðan að ung kona gekk til fundar við forstöðumann í sunnu- dagaskóla í verksmiðjubæ einum á Skot- landi; bað hún hann að fela sér á hend- ur einn flokk í skólanum. Hann réð henni þá til að safna sam- an fátækum drengjum í einn flokk, skildi hún síðan koma, heim til sín að viku liðinni; þá skildi hann láta hvern dreng fá nýjan alfatnað. Stúlkan fór að ráði forstöðumannsins og smalaði drengjunum saman, og for- stöðumaður lét þá alla fá snotran al- fatnað. Bob litli var langóefnilegastur allra drengjanna. Pegar tveir sunnudagar voru liðnir, þá vantaði hann í hópinn. Kenslu- konan fór þá út að leita hann uppi, og hún fann hann; en þá voru fötin hans öll útötuð og rifin. En hún bauð honum samt að koma aftur í skólann, og hann kom. Forstöðumaðurinn gaf honum aftur nýjan alfatnað. Og svo kom hann í skól- ann tvisvar eða þrisvar, en svo hvarf hann aftur. Kenslukonan fór þá enn og leitaði hann uppi; en föt' hans voru þá jafnilla útleikin og áður. Kún sagði þá forstöðumanninum frá þessu og mælti: »Ég er alveg búin að missa móðinn með Bob; ég get ekki átt við hann Iengur«. »Nei, gerðu það ekki«, sagði forstöðu- maðurinn, »ég get ekki annað en vonað, að það sé eitthvað gott í drengnum. Reynum hann enn einu sinni. Eg ætla að gefa honum þriðja alfatnaðinn, ef hann vill lofa mér því að koma reglu- lega í skólann.« Bob lofaði öllu fögru og fékk nýjan alfatnað enn. Eftir það kom hann reglu- lega og fór að Iiafa áhuga á skólagöng- unni og náminu — leitaði að Jesú af alvöru og staðfestu. Og hann fann frels- ara sinn. Hann gekk í söfnuðinn, varð síðan kennari og lærði til prests. En sá varð endirinn á sögunni, að þessi vandræðapiltur, þessi týndi, ræfils- legi flóttadrengur Bob, varð síðar Robert Morrison, Kínakristniboðinn mikli, sem þýddi biblíuna á kínversku og boðaði Guðs ríki hinum afarmörgu rniljónum Kínverja. -------------- ^rœ'&nrni? JteB* C^itþrúttu ptárusöóHur (JtiluK fgrir ^jpBbrraun) Frh. VI. í myrkrinu. Pað var orðið framorðið og fátt um manninn á götunum, hvatti Jói því spor- ið, hann hugði að fóstra sín mundi geng- in til náða. Hann gægðist á stofuglugg- ann, það logaði á lampanum enn þá, hún var þá ekki háttuð, Jói gekk að dyrunum, þær voru opnar, hann lauk hurðinni upp, en nam staðar í hurðargætt- inni og hlustaði. Hann heyrði samtal inni í stofunni. Fóstra hans var að skrafa við einhvern. Líklegast þótti Jóa að ver- ið væri að sækja prjónaflíkur til hennár en brátt komst Jói að raun um að svo var ekki. Hann heyrði að það var radd- dimmur karlmaður, sem var að tala við fóstru hans, og jókst undrun drengsins

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.