Ljósberinn


Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 227 og forvitni um allan heiming pegar hann heyrði hvað umræðuefni þeirra var. »Ég kem aftur að morgni« sagði mað- urinn. »Áður en strákurinn kemst úr ból- inu. Ég pykist nú sjá hvernig háttum hans er varið, og færir það mér einna best sanninn um nauðsyu pess að hafa hann héðan á brott sem allra fyrst«. — Jói hafði pokáð sér nær innri hurð- inni í litla fordyrinu, hann laut að skrá- argatinu og gægðist inn. Hann kom auga á stórvaxinn mann, sem stóð á miðju gólfinu, með húfuna í hendinni, liann sá fóstru sína sitja í strástólnum, Ijósbirtan féll beint framan í hana, og drengnum brá þegar hann sá hvað hún var hrygg á svipinn. Veslings gamia konan átti auðsjáanlega í vök að verj- ast. Jói heyrði ekki glögt hverju hún svaraði, en honum skildist pó að hún vera að malda í móinn. Maðurinn talaði hátt, og átti Jói pví ekki örðugt með að heyra, pegar hann sagði: »Pað nær engri átt, að stálpaðir strák- ar arki iðjulausir um göturnar hérna, pegar peim býðst vinna. Par að auki er drengurinn orðinn yður til pyngsla. Hvaða vit er pá í pví, að pér, gömul og slitin, séuð að præla fyrir honum, til pess eins, að hann verði lánlaus götu- slóði hérna í bænum? Nei, kona góð, takið góðum ráðum, látið drenginn fara í burtu, eitthvað pangað sem lionum verður kent að hlýða og vinna«. »Ég hefi ekki kvartað um nein pyngsli út af Jóa mínum«, svaraði gamla kon- an, og Jói pekti á raddarhreimnum, að fóstra hans var í mikilli geðshræring. »Ef ég hefði snúið inér til yðar og beðið yður að losa mig við drenginn, pá hefði verið öðru máli að gegna, en ég hefl ekki gert pað. Eg er að vísu fátæk, en ég get ennpá ósköp vel skift bitanum á milli okkar Jóa litla, eins og ég hefi gert, ég veit, að hann borgar mér pað á sínum tíma, blessunin«. Pá hló maðurinn, og hláturinn skar Jóa eins og ryðguð sigð. »Pér segið pað«, sagði hann hæðnis- lega. »En rejmslan sýnir hið gagnstæða, og ætli að máltækið gamla sannist ekki hér sem fyr, að sjaldan launar kálfur ofeldi?« »Pegar um ofeldi er að ræða, góði maður«, svaraði Marín gamla, og bar örar á en hennar var vandi. »En ég hefi ekki ofalið drenginn, kræsingar hafa ekki verið bornar á borð fyrir liann, skemtanir og leikir hafa ekki skemt hann. Ilann hefir lítið liaft af höfuð- staðardýrðinni að sjá, pó hefir hann prif- ist, vesab' gurinn, alveg furðanlega«. Gamla konan var staðin upp úr sæti sínu, eins og hún vildi pann veg binda enda á samtalið, og komuinaður gekk nokkru nær dyrunum. »Ég hugsaði, satt að segja«, sagði hann all-byrstur í bragði, »að pér yrðuð pakklát peim mönnum, sem vilja hlutast til um að strákanginn fari ekki alveg í hundana. Eða er yður alveg ókunnugt um óknytti hans? Vitið pér ekki, hvaða orð fer af honum? Ef að pér vissuð pað eins og pað er, tel ég víst, að pér yrð- uð mér sammála um, að óknyttasnáðar eru hvergi ver farnir en hér í marg- menninu«. »Mér pykir ætíð ilt, að leggja trúnað á óhróðursögur«, mælti Marín gamla og var fastinælt. »Eða hvað á drengurinn að hafa gert fyrir sér?« Maðurinn hló aftur liátt og háðslega. »Hvað ætli hann hafl gert fyrir sér! Hvernig spyrjið pér, kona? Hann, sem var nærri pví búinn að granda barni hérna á dögunuin! Par að auki er hann síhrekkjandi og notar óhæfilegt orðbragð við einn sem alla. Pér getið alls ekkert

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.