Ljósberinn


Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 229 Skömmu fyvir miðja 14. öld laust upp ófriði miklum með Englendingum og Frökkum, er stóð í meira en 100 ár. ■Lengi framan af veitti Eng- lendingum oftast nær betur og náðu pví nær öllu Frakk landi á sitt vald. Margir Frakk- ar fyltu jafnvel ílokk peirra, og Karl 7. Frakkakonungur gat ekki látið krýna sig, af pví að Reims var í höndum Englendinga. En pávarðfrakk- nesk bóndadóttir, Jeanne d’Arc (fbr. Sjann d’Ark) að nafni, til að rétta við hluta Frakka og frelsa landið úr höndum fjand- rnannanna. Hún kvaðst vera send af Guði til að reisa Frakk- larrd við. Konungur lagði trú- nað á orð liennar og fékk henni her manns. Hún fór fyrir liðinu í riddarabúningi, talaði kjark í hermennina, leysti Or- leans úr umsát, greiddi með pví för konungs til Reiins og lét krýna liann. Eftir pað fór Karli 7. að veita betur og ó- friðnum lauk svo, að Englend- ingar urðu að hverfa burtu af Frakk- landi, en Frakkakonungur fékk aftur full umráð yfir ríki sínu. Jeanne d’Arc var dóttir fátæks bónda, er bjó á landamærum Frakklands að austanverðu. Hún var á barnsaldri sjón- arvottur að ránum Englendinga og grip- deildum, og hörmungar pær, er dundu yfir ættjörð hennar, fengu mjög á hana. Pegar hún var 13 vetra, pótti henni rödd af himni hvetja sig til guðrækni og góðrar breytni. Síðar vitruðust henni helgir menn og englar, og buðu henni Jeanne d’Arc. að veita konuugi lið. Ilún fór í karl- mannsbúningi á fund konungs og sagði honum, að hún væri send af Guði til að leysa Orleans úr umsátinni og koma konungi til Reims, og bað hann fá sér her manns til að koma fram áformi pessu. Riddarar konungs lögðu engan trúnað á orð hennar, en aftur á móti póttust liðsmennirnir sannfærðir um, að hún væri send af Guði, pví pað var gömul spá, að mær frá austurtakmörkum ríkisins mundi leysa pað úr hershöndum. Hún fékk lið pað, er hún bað um, og leysti Mærin af Orleans.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.