Ljósberinn


Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 8
232 LJÓSBERINN af þeim dæmi ég, að hann hlýtur að vera mjög1 góður maður og vel fær, ef hann hefir gert alt ftað, sem þér hafið sýnt mér eftir hann«. »En þér haíið þó aldrei séð hann!« »Nei. En ég þekki hann mjög vel. Ég dærni hann eftir verkum hans«. »Pað er hyggilega gert«, sagði barón- inn. »Pannig dæmi ég einnig um eigin- leika vors himneska föður. Verk Iians lýsa því, að vísdómur hans hlýtur að vera takmarkalaus; almætti hans og gæzka sömuleiðis«. Maðurinn skammaðist sín og gerði ekki framar gabb að trúarbrögðunum. =i= * =i= Hversu inörgum fer líkt og þessum ferðamanni. Peir dáðst að verkum og hyggindum manna, en gleyma verkum og vísdómi Guðs, eru fúsir á að taka þeirra trúarbrögð, en hafna trúarbrögð- um Guðs, skrifa alt upp á reikning nátt- úrunnar, en gleyma höfundi hennar. Hún er of auðug að vizku og fyrirhyggju til þess að vera blindingsverk. Vér stönd- um mitt innan í kraftaverkakerfi, en er- um þó blindir fyrir þeim; erum sjálfir kraftaverk, en orkum þó ekki að skapa einn orm eða eitt laufblað af sjálfs ramm- leik. Hvað skyldi höfundi náttúrunnar vera ómögulegt? og hverjum hefir hann staðið reikning af verkum sínum? ------------ Ráðvandi drengurinn. Einu sinni fór maður með fulla körfu af eplum til að selja, og bar hana á höfðinu, svo sem margir gera í öðruin löndum. Hann tók eftir því, að nokkur epli duttu niður á götuna, en drengur, sem fór sama veginn, tók þau upp og kall- aði: »Hérna hefirðu týnt nokkrum epl- um«. Maðurinn stóð við og drengurinn fékk honurn eplin. Maðurinn þakkaði honum fyrir og tók við eplunum. »Og nú máttu«, sagði hann, »velja þér besta eplið úr körfunni minni«, og setti hana niður. »Veldu þér gott epli, því að þú ert ráð- vandur drengur«. Drengurinn valdi sér eplið, þakkaði fyrir það og maðurinn fór sína leið. Pá kom annar drengur að, og sagði við hann: »Pú hefðir átt að eiga öll eplin, sem þú fanst, og þú hefðir getað gefið mér eitt«. »Nei«, svaraði drengurinn. »Eg átti þau ekki, þó að ég fyndi þau, en ég skal gefa þér þetta epli, því að ég á það með réttu. En ef ég Iiefði gefið þér það, sem ég átti ekki, þá hefði ég verið þjófur. Og þó ég sé fátækur, þó er ég of stór af mér til að skerða heiður minn«. — — Pað var mikið fallega hugsað af litla drengnum. Gott mannorð er svo mikils- vert, að enginn er svo ríkur, að hann megi missa það. Ef þú treystir Guði, eins og þú átt að gera, þá verðurðu að lifa svo vel, að mennirnir geti treyst þér. Annars ertu lygari. (Tíbrá). Ef pér purfid að láta prenta eitthvað, svo sem: bækur, blöð, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, reikn- inga, kvittanir, erfiljóð, grafskriftir, kransborða o. s. frv., pá látið Prent- smiðju Jóns Helgasonar gera pað. Bergst.str. 27 Sími 1200. Prentsm. Jóns Helgasonnr.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.