Ljósberinn


Ljósberinn - 10.08.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 10.08.1929, Blaðsíða 6
238 LJÖSBERINN hrísla. Hún leit ráðaleysislega í kring um sig, trúði ekki eigin augum og reik- aði völt á fótum að rúminu hans Jóa, en hann var par ekki og ósegjanleg hugarkvöl gagntók gömlu konuna. Hún gekk að stólnum, tók bókina upp af gólfinu og lagði hana á borðið hjá mið- anum, sem að Jói hafði skilið eftir á borðinu, hún leit á iniðann, bar hann upp að Ijósinu og las: »Elsku góða fóstra mín. Ég heyrði til mannsins. Ég vil ekki láta pá taka mig burt frá pér. Ég ætla að fela mig. Ég veit af góðri konu, sem hjálpar mér. Það er hún mamma hans Óla. Hún er svo góð. Vertu sæl og Guði falin, hann launi pér alt. Pinn Jói«. Hún las miðann hvað eftir annað, eins og hún ætti örðugt með að skilja pað sem hún var að lesa, en pegar henni varð pað fyllilega Ijóst, hné hún afli protin ofan í stólinn sinn og stundi [mngan líkt og væri hún sárpjáð.---------- íögn og myrkur ríktu. Nóttin sté fast á fold og færði mörgum hægan blund, en Marín gamla fór á mis við nætur- hvíldina. Hún sat alla nóttina í stóln- um sínum og átti í höggi við hræðslu og kvíða, sem orð fá ekki lýst, en sem alloft er hlutskifti móðurinnar, pegar barnið hennar er í hættu statt. Tár féllu um föla vanga og varir bærðust í bæn, en andvörpin stigu í hæðir til hans, sem aldrei bregst trausti barna sinna. Frh. ----------------- Hetjan unga. Teir Páll og Jakob voru bræður. Þeir gengu báðir í sama skólann. Pálí var 12 ára, Jakob 9 ára. Páli pótti ósköp vænt um bróður sinn, og pó var hann tals- vert uppstökkur og prjóskur. Einu sinni pótti kennaranum nóg um petta og ætl- aði að refsa Jakobi fyrir prjóskuna. »Ó«, hrópaði Palli, »láttu pað koma niður á mér, vægðu honum litla bróður mínum«. »EIsku Palli«, sagði kennarinn forviða, »pað get ég ómögulega fengið inig til að gera að refsa pér, pú, sem ert einn af mínum beztu drengjum«. »Já, en Jakob er svo fjarska bráð- lyndur«, sagði Palli, »og mér verður sár- ara að heyra og horfa á hann, pegar honum verður refsað, heldur en pó ég taki út refsinguna sjálfur«. Kennarinn hristi höfuðið. »Ég get ekki fengið pað af mér, hvað segir pú um pað, Jakob?« Jakob leit á bróður sinn, en sagði ekkert. »En hvernig getur pér dottið petta í hug, Páll?« spurði kennarinn. »Ég skal segja yður pað. Ég elska Jesú og mig langar svo til að líkjast honuin. Hann gerði pað, sem ég nú ætla að gera, hegning annara kom niður á honum. Iiann gerði pað til að hlífa ó- vinum sínum, en ég geri pað, sem ég geri til pess að hlífa bróður mínum. Ó, fyrirgefið pér honum og látið mig verða fyrir refsingunni, sem hann á að fá«. Og að svo mæltu féll hann um háls bróður sínum og fór að gráta. En pá stóðst Jakob litli ekki lengur mátið, pótt prályndur væri. Ilann fór líka að gráta og faðmaði nú að sér góða og göfuglynda bróðurinn sinn. Tá tók kennarinn pá báða í faðm sér og fyrirgaf Jakobi, pví að hann sá, að hann var nú hryggari út af pví, sem hann hafði gert, en pótt honum hefði verið, refsað fyrir pað, og pað harðlega. Hver vill vera het]an unga.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.