Ljósberinn


Ljósberinn - 17.08.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 17.08.1929, Blaðsíða 1
IX. árg. Reykjavík, 17. ágúst 1929. 31. tbl. Fagurt dæmi. Leifið börnunum að koma til mín, sagði Jesús. Nú skal segja frá einu nýju óræku dæmi, sem sýnir, að börnin eiga erindi til Jesú. Fyrir nokkru síðan var kaupmaður einn að leita fyrir sér um dreng, sem elskaði frelsarann. Hann ætlaði þá að taka hann . í þjónustu sína. Margir, margir drengir gáfu sig fram. Kn kaup- maður var einlægur trúmaður og spurði drengina blátt áfram hvern fyrir sig: »Af hverju veiztu pað nú, drengur minn, að frelsarinn á þig?« I3á gat enginn af öllum hópnum svarað, svo að honum líkaði. Kaupmaðurinn sagði nú börnum sín- um frá' pessu, og spurði, hverju pau mundu hafa svarað. Pau veltu pví fyrir sér um stund, og báðu svo pabba sinn að lofa sér að svara pví skriflega dag- inn eftir. Sá hét Haraldur, sem svaraði fyrstur. Morguninn eftir rétti hann pabba sínum seðil, og á honum stóð: »Ég er kristinn, af pví að ég elska Jesú, og vildi feginn vera kristniboði og gera alt, sem ég get, fyrir Jesú. Ég elska hann, því að ég skil, að hann hefir elskað mig að fyrrabragði og gert svo mikið fyrir mig. Ég veit, að honum má ég treysta. — Haraldur Ó.«. Hann var einráðinn í að gefa sig að ákveðnu starfi í þjónustu Jesú. lJað er auðkenni á hverjum peim, sem elskar af alhuga, að hann vill eitthvað gera fyrir þann, sem hann elskar. Haraldur var 12 ára. En hann átti ekki að verða kristniboði, né vinna neitt mikið fyrir Krist sjálfur. Hann dó fám dögum síðar. Rétt fyrir andlátið spurði faðir hans hann ógn rólegur: »Getur pú nú líka núna treyst Jesú, drengurinn minn?« Hann leit þá upp, brosti við og sagði: »Já, það get ég, pabbi minn«. En Haraldur er ekki úr sögunni. For- eldrar hans mundu, hvað hann hafði langað til að verða, — kristniboði. En fyrst honum var ekki ætlað að f.ara sjálfum, þá sendu þau annan í hans stað á sinn kostnað til heiðingjanna, til að segja þeim frá Jesú og kærleika hans. Þau sendu féð til kristniboðsfélags í Suður-Ameríku, til þess að það gæti sent einhvern í stað Haraldar til að fara með fagnaðarerindið. Nú var Haraldur heima hjá Guði, en svona lót Guð hann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.