Ljósberinn


Ljósberinn - 17.08.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 17.08.1929, Blaðsíða 8
248 LJOSBERINN ings myrti konungurinn var grafínn upp og nú lá líkið hans í hvítri marmara- kistu í stóru dómkirkjunni í höifuðborg- inni. Skömmu síðar héldu pau Hinrik og unga drotningin brúðkaup sitt. Húti sagði pegnum skium að pað væri hug- prýðin lians, sem befði frelsað sig, og að hún vildi pví aðeins verða drotning peirra, að peir viidu hafa hann að kon- ungi. Og fólkið játaði pví óðara einum rómi. Og pað iðraðist pess aldrei, pví að Hinrik varð brátt eins ástsæll af peim eins og hin elskaða Alva, unga drotningin peirra. Gjaldið ilt með góðu. Einusinni var hinn frægi norski leik- prédikari, Hans Nielsen Hauge, á pré- dikunarferð og átti yíir fjallveg að fara, Hann hafði fylgdarmann með sér. tn á leiðinni kom á pá bylur, svo peir vilt- ust. Um síðir komu peir að húsi. Peir sáu ljós í glugga, gerðu vart við sig og beiddust næturgistingar, en bóndi út- hýsti peim með hörðum orðum, og urðu peir pá, preyttir og svangir, að leggja aftur af stað út í vonda veðrið. Nokkru síðar rákust peir á skúr, og voru pá komnir að sjó fram; pá var injög dregið af fylgdannanni. Hauge fór pá að leyta fyrir sér og komst inn í skúrinn, var par-mikið af netum, sem peir gátu vafið um sig. Parna leið peim vel yfir nóttina og pegar peir vöknuðu, var kominn bjartur dagur og bezta veð- ur. Pá sáu peir að bóndinn, sem hafði úthýst peim, mundi eiga pennan skúr. Vildi Ilauge pá finna bónda, áðnr lengra væri haldið og borga næturgreiðann. Pegar bóndi sá pá koma, varð hann mjög liissa, og pegar Hauge bauð borg- un og bað hann með mörgúm orðum að fyrirgefa átroðninginn, |>á vissi hann varla livað hann átti að segja, en sagði pó í vandræðum sínum að nokkrir aur- ar væru næg borgun. Hauge tók [>á upp tvo dali (4 kr.) og fékk bónda og kvað pað ekki of miklá borgun, par sem Drottinn hefði með pví að vísa peiin á pennan náttstað, sparað líf tveggja rnanna. Nú fór samvizkan að vakna hjá bónda og liann kallaði á konu sína og bað hana að bera gestunum mat. Áður en máltíðin byrjaði bað Hauge um að mega flytja, borðbæn — pakkaði hann Drotni bæði fyrir pað að liann hefði varðveitt líf peirra og að peir nú hefðu fengið að borða. Bað hann Drottinn að blessa heimilið. Bæði bóndi og kona lians urðu mjög hrærð og pegar Hauge ætlaði að fara báðu pau hann að dvelja Iengur í húsi sínu. Um kvöldið kom fólk af næstu bæjum og Hauge hafði sambænastund með pví og talaði út frá orði Drottins. Og á pennan hátt varð ferð Hauge urn pessa einmanalegu fjallasveit til mikillar blessunar og endurminningin um komu hans geymdist langan aldur. -----<-> <•-——— Veðurblíða. En hvað náttúran er í dag orðin fögur og blíð í rótum, lofgjörðar færir Ijúfan brag lífið og krýpur Guðs að fótum; flytja söngfuglar sætast Jag svífandi um loft á vængjum skjótum. Sem þeir nú líða um loftin hrein með lóttu hjarta og gleðikvaki, hrist af þér, sál mín, harm og kvein með himinbærðu vængjataki. (Stgr. Th.). Prentsm. Jóns Helgaeonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.