Ljósberinn


Ljósberinn - 24.08.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 24.08.1929, Blaðsíða 4
252 LJÓSBERINN Pá kom prestskonan hlaupaudi út, ]iegar hún heyrði Iiljóðin í manni sín- um og hljóp til að hjálpa honum. En hún varð föst. »Mikil ósköp eru að sjá petta, velæru- verðugi jrrestur og madama«, sagði djákninn. »Hvað í ósköpunum gengur á?« Og svo ldjóp hann og þreif í kjól prestkonunnar og — varð fastur og æpti af ótta. »Hvað er þetta maður?« sagði konan djáknans í vonzku, hvað erfu að elta? lJú veizt það, að maturinn er kominn á borðið. Komdu nú hingað undir eins!« Og svo stökk hún og þreif í hann og — varð föst og æpti. Begar börn djákna heyrðu hljóðin í móður sinni, [>á hlupu þau og tóku í pilsið hennar og urðu föst. Ilans hélt áfram í ró og lét sem Iiann vissi ekkert um allt þetta æpandi og skrækjandi föruneyti. Og nú sveiflaði hann sér upp í höll konungsins. Kongsdóttir var einmitt að koma út úr höllinni og ætlaði að fara að ganga út sér til skemtunar. Og hún nam stað- ar alveg steinhissa og horfði á alla »[ivöguna«. Og þegar hún var nú búin að virða þetta alt grant fyrir sér, þá setti að henni svo mikinn hlátur, að hún ætlaði varla að geta hætt að hlæja aftur. En í sömu andránni hvarf kápan og allir losnuðu, fólkið og hundarnir. Konungur kom þá út og varð alveg frá sér numinn, þegar hann sá dóttur sína hlæja, því að hún hafði aldrei hlegið fyr á æfi sinni. En nú hafði kon- ungur heitið því, að hann skildi gefa hana þeim manni, sem gæti komið henni til að hlæja. Ilans sá aldrei dverginn framar, og fjaðrakápuna fékk hann aldrei aftur. En hann þurfti heldur hvorki á dverg né kápu að halda eftir þetta, [iví kongur- inn gaf honum dóttur sína og hálft rík- ið, en allt ei'tir sinn dag. Hver er gæfuleiðin? Sú, að gefast Kristi á æskuárum? Margir mestu kennimennirnir í forn- kirkjunni gáfu sig Jesú í æsku til að þjóna honum síðan alla æfi. Par á meðal voru kirkjufeðurnir, sem svo eru nefndir, einsetumenn, munkar og siðbótamenn. Origenes kirkjufaðir var ekki neina 17 ára, þegar Septimius Severus var að ofsækja kristna menn; þá varð móðir Origenesar að fela fötin hans til þess að koma í veg fyrir, að hann gengi af fúsum vilja út til. þess að deyja fyrir trú sína á Jesú. Antonius hinn lielgi lifði æskuárin sín í kyrð og friði, en þegar hann var um tvítugt, þá varð hann einusinni svo hugfanginn af sögunni af Jesú og ríka unglingnum, að hann gaf allar eigur sínar og' fór einn síns liðs út í eyði- mörkina til þess að vinna sigur á hinu illa hjá sjálfum sér, með því að taka upp kross Krists og fy-lgja honum, eða með öðruiri orðum: neita sér uin alt vegna Krists. Áfrem Syrer lifði taumlausu gjálífi, þangað til hann var 18 ára. En þá fékk liann alt í einu vonda saínvizku út af því, hvernig hann hefði lifað, sneri sér til Jesú og lét skírast og bað þá og fastaði af mikilli alvöru nótt og dag. Benedikt frá Nur/.ia fyrirleit heim- inn frá blautu barnsbeini »eins og visn- að blóm«, en er liann var 14 ára, tók hann sér bólfestu í gjánum hrikalegu í Abruzzer-fjöllunum til þess að reka heim-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.