Ljósberinn


Ljósberinn - 24.08.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 24.08.1929, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 255 og drengurinn skyldi f>að vel, að henni var um ekkert jafn hugarháldið, sem um velferð sálar hans. Drengur [rnssi [iroskaðist vel, varð dugandi atvinnu- rekandi, og komst með iðjusemi og sparsemi í mjög álitlega lífsstöðu. Tuttugu ár voru iiðin frá dauða móð- ur hans. Hann hafði þá keýpt sér graf- reit á landeign sinni, og vildi nú flytja kistu móður sinnar pangao og reisa par minnisvarða á gröf hennar. — En með- an hann hafði petta fyrir stafni, fór hann að hugsa um fyrirbænir móður sinnar og hvílíkt alvörumál pær voru henni meðan hún lifði. Svo fór hann að hugsa um, að svarið væri ekki enn koin- ið upp á allar hennar bænir, og hvað hann ætti langt að pví takmarki, sem bænir móður hans stefndu að. Flutning- urinn á líki hennar varð til pess að vekja nýjar hugsanir og nýtt líf í sálu hans. Barnæskan með bænalífi móður hans, rann á ný upp fyrir honum. Og sama kvöldið, sem hann stóð við hinn nýja legstað móður sinnar, gafst hann Drotni sínum og frelsara. 0, pér mæður! Munið livað yður ber að gera fyrir börnin! [Ég las nýlega pessa fallegu sögu í »Lögberg<, sem kemur út í Vesturheimi. Mér þykir hún svo lærdó'msrík, að ég vil biðja Ljósberann að flytja lesendnm sínum hana. [Einn af mörgum]. »Yður skal ekki verða gleyint,«. Napóleon mildi gekk í æsku á her- mannaskólann í Brienne. Af pví honum pótti góð epli, pá keypti hann pau iðu- lega af konu nokkurri par í bænum, sem seldi jarðarávexti. Tegar hann var peningalaus, pá lánaði hún honum, og pegar liann svo aftur eignaðist peninga, pá borgaði hann skuld sína. En pegar hann fór úr skólanum, pá skuldaði hann henni, og pegar hún í síðasta sinn bar honum fullan disk af eplum og vínberj- um, pá sagði hann: »Nú er ég á förum, kona góð, og get ekki borgað yður, en yður skal ekki verða gleymt«. pá svar- aði konan: Ungi maður! Guð haldi sinni verndarhendi yfir yður ,og geri yður að gæfuinannk. Svo sem kunnugt er, varð Napóleon síðar hershöfðingi, pá fyrsti ræðismaður og síðan keisari. En ekki hafði sölu- konan í Brienne enn pá fengið skuld sína borgaða. En hún mundi eftir orðun- um hans síðustu: »Yður skal ekki verða gleymt«, og pau voru henni trygging næg. Einu 'sinni áttu bæjarbúar von á keis- áranum og kom liann pangað nokkru áður í kyrpey, og var á gangi að hugsa um löngu liðna æskudaga. Alt í einu staðnæmdist hann á strætinu, studdi fingri á enni sér, eins og hann væri að hugsa sig um og nefndi svo nafn sölu- konunnar. Síðan spurðist hann fyrir utn, hvar hús hennar væri; var pað nú orðið mjög hrörlegt; gekk hann par inn með einum manna sinna. »Get ég fengið hér eitthvað að hressa mig á«, spurði keisarinn. »Já«, svaraði konan, »eplin mín cru fullsprottin«, og svo bar hún peim á- vexti. Meðan aðkomumenn voru að borða ávextina, spurði annar peirra: »Pekkið pér keisarann? Hann kvað vera hér í dag?« »IIann er ekki kominn ennpá«, svar- aði konan, »hann kemur seinna í dag; ég ætti að pekkja hann, hann keypti hjá mér rnargt eplið og appélsínuna, pegar hann var ungur og gekk hér á h erm an n ask ólann «. »Borgaði hann skilvíslega?« spurði ' komumaður.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.