Ljósberinn


Ljósberinn - 31.08.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 31.08.1929, Blaðsíða 1
,....'' .¦::',.'¦.' .¦ -¦'¦¦ '.".¦»"". '.¦'. yoöbcrín .„J** aD homa til mín qg banuíb þeim þa$ okkt, þoí &% sitffum heuzúc Quðs píki íil". IX. árg Reykjavík 81. ágúst 1929. 33. tbl. Hlýðni. Hlýð ]iú, son minn, á áminning föður |)íns og hafna eigi viðvörun móður þinnar. (Orðskv. 1, 8.). Hlýðni við foreldra sína þurfa öll börn aö læra, ef vel á að fara, og la:ra hana snemma. Fyrsti tími er alt af beztur, hvað sem á að læra. En eru börnin þá ekki fædd með hlýðninni? Purfa pau aðlærahana? Já, þið spyriið, en pið gætuð svarað ykkur sjálf, með því að taka vel eftir, hvort ykkur er tamara að hlýða eða óhlýðn- ast. — Hún Anna litla á Hóli þurfti að læra að hlýða; pað hefir hún sagt mór sjálf. Hún jnan eftir því, að þegar hún var þriggja ára, þá var fyrst fyrir alvöru farið að kenna henni að hlýða, og síðan fékk hún hverja leksíuna af annari í þeirri grein. Og eins er það víst líka með ykkur, ungu vinir mínir, þið lærið ekki hlýðnina í eitt skifti fyrir öll. lJað þarf meira til þess að þið getið lært, hve gott það er, að vera alt af hlýðinn við foreldra sína. Nú skuluð þið fá að heyra, hvernig fór fyrir Önnu fyrsta skiftið. Mamma og pabbi voru búin að gefa henni lítinn stól til að sitja á við borðið. Hún var búin að læra að sitja fallega og hal'da að sér höndum, meðan foreldr- ar liennar báðu borðbænina. Og búin var hi'in aö læra að þakka, þegar móðir hennar setti diskinn fyrir hana. En svo vildi svo til einusinni, að hún braut al- varlega fjórða boðorðið — hlýddi ekki. Mamma hennar hafði sett skínandi fágaða tekönnu á borðið. Það glampaði svo yndislega á hana við lampaljósið, svo að Anna litla gat ekki á sér setið að rétta fram hendina eftir henni. »Ekki snerta«, sagði mamma og þá kipti Anna hendinni óðara að sér. En kannan stóð nú alt af þarna og Ijóm- aði. Pabbi og mamma litu nú af henni fram til dyra, því að vinnukonan stóð þar og var að spyrja um eitthvað. Pá grípur Anna um könnustútinn. Hann var brennheitur. Anna rak upp hljóð og slepti, en um leið skvettist vitund úr stútnum af sjóðandi teinu á hendina á henni og þá sveið sárt. Pá sagði mamma: »Ungdóms-pverlyndið oftast nær ólukku og slys að láunum fær«. Petta man Anna enn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.