Ljósberinn


Ljósberinn - 31.08.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 31.08.1929, Blaðsíða 8
264 LJ ÓSBERINN veittist, en í litlu kirkjunni var ég krýndur ævarandi kórónu, þegar Guð himnanna tók mig að sér og veitti mér himneskan barnarétt í skírninni«. Kornöxin. Bóndi nokkur gekk með syni sínum út á akurinn sinn, til að vita, hvort kornið væri ekki fullsprottið. I'á sagði drengurinn: »Pabbi minn, hvernig stendur á [>ví, að sumar kornstangirnar lúta svo lágt til jarðar, en aðrar eru svo hnarreistar? Hnarreistu stangirnar eru víst mjög hátt settar, en hinar, sem lúta svona lágt fyrir peim, eru víst á langt urn lægra stigi?« Faðir hans týndi pá nokkur öx af livorttveggja stönglunum og sagði: »Sjáðu nú, litli drengurinn minn! Ax- iö, sem beygði sig svo auðmjúklega, er fullt af fegurstu kornum, en hin, sem voru svo hnarreist, eru alveg innantóm, ekkert. korn í poim. Svona er pví líka varið með börnin. l’að eru auðmjúku og lítillátu börnin, sein keppast eftir pví í inestri alvöru að ná fullkomnun, pví að pau flnna bezt, hvað pau kunna fátt«. Keisarakrónan. »Sko, pabbi, en hvað pe.tta er fallegt blóm! En hvað pað er hátt og beinvax- ið!« sagði sonur garðyrkjumannsins við föður sinn, og benti á fegursta blómið í blómagarðinum hans. »Já«, svaraði faðir lians, »pað er líka kallað keisarakróna«. I’á sagði drengurinn. »Pað nafn á svona fallegt blóm með réttu«. Garðyrkjumaðurinn tíndi nú ógn var- lega blómin af leggnuin og sýndi for- vitna drengnum sínum ofan í bikarinn, sem var undir krónunni. Pá sá dreng- urinn, að ofan í hvert blað var agnar- lítil laut og í hverri laut sat daggar- dropi, alveg eins og pað væri tár. Pá sagði pabbi hans: »Svona leynir ytri Ijóminn og prýðin leyndri hrygð eða: »Getur un.lir glaðri brún grátið stundum hjarta*. En gæzka Guðs speglast líka í tár- unum. Ef pessi táralind keisárakrón- unnar pornaði, [)á mundi visna alt fagra blómið hennar. Bæn sáðmannsins. Ö, faðir, nú er fræi sáð, svo fel ég vöxtinn pinni náð. Ó, kom í himins blíðum blæ og blessa sérhvert fræ. Lát daggir himins drjúpa á pað, lát dagsins sólskin verma pað, — pá vaxa ört pau ungblóm ný og allir fagna pví. Pau koma út úr knúppi pá og kát sér lyfta moldu frá; pá breiða pau út blómann sinn und bjartan himinn pinn. (B. J.). Ef pér purfid ad láta prenta eitthvað, svo sem: bœkur, blöd, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, reikn- inga, kvittanir, erfiljóð, grafskriftir, kransborða o. s. frv., pá látið Prent- smiðju Jóns Helgasonar gera pað. Bergst.str. 27 Sími 1200. Sögukver handa börnum, eftir Boga Melsteð er »eflaust hin bezta sögubók handa börnum og unglingum, sem enn er til á íslenzku*. íslands saga þessi fæst hjá Snæbirni Jónssyni, Austur- stræti 4, Reykjavík, og kostar eina fullgilda krónu. Prontam. Jóns Felgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.