Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 14.09.1929, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 275 EÚert góðlátlega. »Erindi initt er það eitt að kynnast drengnum ofurlítið, eða fá að vita eitthvað um uppruna hans«. Marín dró andann djúpt, líkt og væri henni pungt fyrir brjósti, og Ellert hélt áfram máli sínu: »Ég læt pess getið strax að ég spyr ekki af eintómri for- vitni. Iívers son er drengurinn?« Pað varð pögn. Marín gamla einblíndi á komumanninn, eins og hún ætlaði sér að lesa hann ofan í kjölinn og ganga úr skugga um, af hvaða toga spurníng- ar hans væru spunnar. Loks mælti lnin hægt og punglega: »I>ví miður get ég ekki svarað spurn- ingu yðar af pvi að ég veit, ekki hvers son hann er. Drengurinn er föðurlaus«. Aftur varð pögn. Aðkomumaður liorfði í gaupnir sér og Marín gaf honum frem- ur óhýrt hornauga. »En — móðir hans. Pér pekktuð hana, var ekki svo?« sagði Ellert pvínæst. Marín svaraði ekki alveg strax. Hann spurði eirikennilega maðurinn sá arna, hvað ætli búi eiginlega undir pessu? hugsaði hún með sér og sagði svo dræmt: »Hvort ég pekkti hana móður hans? — ójú, ég pekkti hana ofarlitið*. »Getið pér pá lýst henni fyrir mér?« spurði Ellert. »Langar yður til pess?« sagði gamla konan og bar röddin hennar með sér hve forviða hún varð. »Ég veit reyndar ekki hvort ég get pað«, tek hún aftur til máls. »Eöa hverju á ég að lýsa — útliti hennar, eða hvað?« »Já«, svaraði Ellert. »Pað er oft erfíðast að lýsa pví sem er fallegast og Jóhanna sáluga var fall- eg stúlka«, sagði gamla konan pá, »ég skal ekki um pað dæma í hverju fegurð hennar var aðallega fólgin, en augun hennar áttu yfír sannarlegri fegurðar fiuðlegð að ráða og brosið hennar var eins og ljóini vorsólarinnar. En hún brosti helzt til sjaldan, auminginn«. »IIún hefir líklega verið raunamæddur einstæðingur, sem varð hart úti í lífs- baráttunnk, sagði Ellert, pegar Marín pagnaði. »Og ætli ekki?« sagði gamla konan með áherzlu. »Kjörin hennar voru síður en svo glæsileg. Ein og örmagna barst hún inn til mín eitt kvöld í vonzku veðri, og hérna inni fæddi hún dreng- inn sinn, sem ég lét bera nafnið hennar, — hann var skírður á líkkistuloki móð- ur sinnar, ójá, svo var nú pað«. »Nefndi hún engan toður að barninu?« spurði Ellert. »Nei, og ég spurði einskis. Ég forðast æfinléga að ýfa ógróin sár, og ég sá vel hvað hún hafði að bera. Sem betur fór purfti hún ekki lengi að stríða. Hún gaf upp andann hérna inni, nokkrum dögum eftir að drengurinn fæddist«. Frh. —------------ Móðir mín. Man ég, er síðsta sinn, par sem móður minnar varði mænir lágt í kirkjugarði, sat ég hljótt með hönd und kinn. Pokuskýja skuggatjöld féllu niður fjallahlíðar fyrir ströndu bylgjur pýðar kváðu sætt um sumarkvöld. Aleinn par ég úti var horfði á, er lnimið dökkva hjúp sinn brciddi’ og fór að rökkva skugga bar á bygð og mar. Svo ég laut að leiði pín,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.