Ljósberinn


Ljósberinn - 21.09.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 21.09.1929, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 287 r A Yeiðum 1 Grænlandi. Eftir Áslijörn Maltesen. Lengst uppi í Norður-Grænlandi skerst djúpur fjörður inn í landið, umiuktur snarbröttum, skuggalegum fjöllum með snjókrýndum tindum og snjó í gjám. Jölulbreiðan teygði tungu sína niður í sjó. Pegar stormar geysuðu, gekk sjór- inn langt upp á pessar jökultungur og muldist [>á úr jökulbreiðunni. Stórir ís- jakar féllu með ógurlegu braki og brest- um niður í fjörðinn og héldu af stað til hafs. Miðja vega milli jökulbreiðunnar og sjávarins var ofurlítil nýlenda og par átti Óli heima. Faðir hans hafði komið frá Danmörku fyrir rnörgum áruin og búsetti sig í Grænlandi, hafði gifst Eski- móastúlku og var nú orðinn nýlendustjóri á pessum einmanalega stað. Óli var pess vegna kynblendingur, að hálfu leyti danskur og að hálfu leyti eskimói, en pó líktist hann móður sinni meira. Hann var ekki hár vexti, en rekinn saman og kraftalegur, hárið var svart og augun dökk. Þennan vetur — pá var Óli 13 ára — var bjargarskortur mikill í nýlend- unni. Ilaustveiðarnar höfðu verið lélegar og ísbjörn einn hafði næstum pví velt um forðabúri, á eyjunni, sem lá fyrir fjarðarinynnið. Hafði hann ásamt ref- unum etið eða eyðilagt allt, sem par var, en pað var inestmegnis spik og kjöt af sjávardýrum. Grænlendingarnir voru fyrir löngu búnir að slátra og eta flesta sína hunda vegna matarskorts. Pað var pví fremur hljótt og ömurlegt yfir nýlendunni. Menn róluðu fram og aftur alvörugefnir og pungbúnir á svip, fölir og magrir. Skyldi ísinn ekki bráð- lega leggja af stað að sunnau og reka norður eftir og koina með rostunga og seli í fylgd með sér? Endrum og eins heppnaðist einhverjum veiðimanninum að veiða sel, pegar hann rak hausinn upp um öndunarholu á ísnum, sem vafði landið sínum ísköldu faðmlögum. Tíininn leið, matarforðinn ininnkaði stöðugt. Hið eina, sem nú gat bjargað nýlendinni var, að suðvestanstormurinn kæmi og í fylgd með honuin blöðrusel- irnir. Dag einn, er Óli var að hreinsa byssu sína, kom Jónas gamli móðurbróðir hans og spurði föður Óla, hvort drengurinn mætti ekki koma með sér yfir fjarðar- ísinn og út að auða hafinu og reyna að veiða sel. Faðir hans gaf undir eins sampykki sitt til pessa og nokkrum mínútum síðar lagði Óli litli af stað og gekk rösklega í djúpum snjónum. Ó, hvað hann var glaður! Ekki var eins gaman að neinu eins og að fara í reglu- lega langa veiðiför. Drengurinn líktist helzt ísbirni, par sem hann prammaðí parna áfram, klædd- ur loðskinnum frá hvirfli til ilja og sneri loðnan út. Móðurbróðir hans gat vel verið pekktur fyrir að hafa hann ineð sér í slíkri för, pví að sagt var um drenginn, að útlit væri fyrir, að haun yrði bezti veiðimaður nýlendunnar og var pá mikið sagt. »Lítið á litla danska drenginn!« sögðu menn, pegar hann kom róandi á skinn- bátnum sínum gegnum brotsjóa og öldu- sog, og stundum var ferðin svo mikil, að öldurnar köstuðu bátnum langt upp á lagísinn. Hann var ágæt skytta með riffli og hin grænlenzku vopn, skutul og fuglaör hafði móðurbróðir Iians kennt lionum að nota. Betri veiðimaður en Jónas var ekki til í margra mílna fjar- lægð. Brátt komu veiðimennirnir að skinn- bátunum sínum. I3eir tóku livor sinn bát á herðar sér og báru pá yfir ísinn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.