Ljósberinn


Ljósberinn - 05.10.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 05.10.1929, Blaðsíða 1
IX. árg. Reykjavík 5. okt. 1929. 38. tbl. Tómstundir. »Sá er sæll, sem situr í skjóli hins hæsta, sá er gistír í skjóli hins almáttuga?. Kæru, ungu vinir mínir. Pið eigið svo margar tómstundir, sem Guð gefur ykk- ur. Hann vill að þið verjið þeim vel. Pær eru dýrmæt gjöf og enginn má fara illa með gjaflr Guðs. Petta vissi hún Nína og fór líka eftir því. Einu sinni, þegar hún hafði ekkert að gera, þá kom mamma hennar með körfu fulla af einhverju góðu og bað hann að færa gömlum manni, sem bjó einn síns liðs í kofa. Nína lét ekki segja sér það tvisvar, pví að hún vissi, að gamli maðurinn mundi verða glaður við. Hún drap að dyrum á lága kofanum. Gainli maðurinn lauk upp og brosti ógn ástúðlega framan í Nínu og hún heils- aði honum glaðlega. »En hvað hún mamma þín er hugsun- arsöm Nína litla. En hvað þú ert líka góð að vera fús til að nota tómstundir þínar til að gleðja mig gamlan. Pakka þér hjartanlega fyrir komuna og berðu móður þinni kæra kveðju og hjartans þökk fyrir allt þetta, sem hún sendir mér«. »Já, en get ég ekkert gert fyrir pig?« spurði Nína. »Jú, mér þætti óskup vænt um, ef þú vildir lesa eitthvað fyrir mig í biblíunni minni, því að ég er orðinn blindur«, sagði hann. Gamli maðurinn sagði Nínu að taka bíblíuna sína; en hún gat þá hvergi fundið hana. »Ó, nú man ég það! Ég bað hana Maríu gömlu í næsta húsi að fara með hana til bókbindarans, því að hún var öll að losna upp úr bandinu. En nú langaði mig til að heyra einhvern af sálinum Davíðs, því að þeir eru mér svo kærir«. »Nú einmitt það«, sagði Nína undr- andi. »En nú kann ég suma þeirra ut- an að — viltu að ég hafi þá upp fyrir þér?« — »Já, því væri mér þökk á«, sagði gamli maðurinu«, og var allur eitt bros af tilhlökkun. »Pú munt þó aldrei kunna 91. sálm- inn, uppáhaldssálminn minn?« »Jú, ég lærði hann einrnitt utan að í vikunni sem leið, því að ég hafði ekkert

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.