Ljósberinn


Ljósberinn - 05.10.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 05.10.1929, Blaðsíða 4
300 LJ OSBERINN lians vafði hann ástúðlega að sér og bauð hann velkominn heirn aftur. I'að var endurskin hins eilífa kærleika, sein pá Ijómaði af ásjónu gömlu kon- unnar, og' knúði tárin af auguin hennar. Marín gamla heilsaði frúnni pvínæst hæversklega og leiddi hana til sætis í strástólinn og spurði, hvort hún mætti ekki hita ketilinn. Frúin þáði boðið. Ilún kunni strax svo vel við sig í litlu stofunni, sem bar á sér hlýlegan heimil- isblæ, prátt fyrir fátækt sína. Frú Ellert hafði orð á pví og sagði: »IJað er rcglulega notalegt hérna inni hjá yður, Marín inín. Maður finnur pað á sér að hér eiga góðar lnigrenningar heima«. Og gamla konán hafði brosað hálfvandræðalega, er hún sagði: — »0- ekki held ég pað — pví er ver og miður«. »En frú Ellert sagði: »Jú, góða mín. Blærinn á litla heimilinu yðar ber vott um pað. — Haldið pér ekki að pað sem er gott og göfugt próist og vaxi par sem að minnstu bræðrunum heíir verið veitt viðtaka? Iíér inni ryfjast upp fyrir mér mynd, sem ég sá einu- sinni, pað var mynd af miskunnsama Samverjanum, scm tók að sér bágstadd- an bróður og græddi sár hans«. »Pað væri rangt gert að taka hann frá henni«, hafði i'rú Ellert Iiugsað með sér. »Og skerða pannig pau helgu bönd, sem tryggð og kærleikur hafa tengt hér. En hún á ekki að purfa að leggja Iiart að sér úr þessu. Nú eiga yngri höndur og sterkari en hennar að hjálpa henni héðan af«. Og Marín gamla hafði gengið um beina og vandað sig eftir mætti, enda hrósaði frú Ellert kafíinu hennar mikið, og synd væri að segja að gömlu kon- unni pætti ekki vænt um pað. lJó henni pætti ennpá vænna um, þegar hún heyrði um allt pað, sem hjónin ætluðu að gera fyrir- drenginn. Pað svifti af henni öll- um áhyggjuin og gladdi hana meir en orð ía lýst. Henni fannst birta umhverfis sig, líkt og þegar sólin brýtur af sér óveðurský og hellir úr gullbikarnum sínum yfir láð og lög. Pví vissulega hafði verið diinmveður í lofti, — en nú var sólin komin og öll élin lioríin. Marín gamla réð sér ekki fyrir kæti. Henni pótti verst hvað fáir komu um daginn. hún hefði purft að segja sem ilestum frá hamingju sinni, og pví hve heppinn hann Jói litli var, að koinast í kynni við petta góða fólk. Að skilnaði hafði frúin lofað henni að láta hana vita, hið allra fyrsta, hvern- ig farið hefði, þegar maðurinn hennar væri búinn að hafa tal af föður drengs- ins. Frú Ellert hvarf í huganum inn í stofuna hennar Marínar gömlu og ryfj- aði upp fyrir sér augnablikin, sem hún dvaldi par inni, henni hlýnaði enn um hjartað, er hún minntist barnslegrar ánægju og einlægni gömlu konunnar. En nú koin lnin auga á manninn sinn. Ilann kom fyrir húshornið gegnt íbúð- arhúsi peirra. Ilvað gat hún lesið úr göngulagi hans? Hann gekk hægt, und- ur hægt, allt of hægt að henni pótti. Ætli honum hafi gengið eitthvað illa? Og hann var niðurlútur — leit hvorki til hægri né vinstri. Æ, pað var víst ekki eftir neinu góðu að bíða! Og 'frú Ellert stóð upp úr sæti sínu og gekk frain til pess að mæta manni sínum í fordyrinu. Frh. Pétur: Er hægt að hegna manni fyrir pað, sem maður hefir ekki gert? Kennarinn: Nei. Af hverju spyrðu að pví? Pétur: Af pví að ég hefi ekki lesið pað, sem pú settir mér fyrir,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.