Ljósberinn - 19.10.1929, Blaðsíða 1
r-mitiunt
£»-«"** aÍ koma iilmíf%?og?:hannít þeirn þxti'ekía'.
Ouí u<í s/íAum heuvíf Qu&s ríki;til-
IX. árg.
Reykjavík 19. okt. 1929.
40. tbl.
Yerið óhrædd, börn.
Sunnudagaskólinn 20. okt. 1929.
Lestu: 4. Mós. 13. 31,-14,9,
Lærðu: Lúk. 12, 3;.'.
Vertu ekki hrædd, litla lijörð,
[>ví að föður yðar hefir þókn-
ast að gefa yður ríkið.
Hræddu börnin, sem hér er verió að
segja frá, voru kölluð Jsraels börn, pví
að einn af forfeðrum þeirra hét Israel.
Nú voru þau á leiðinni heim í landið
sitt, sein Guð sjálfur hafði gefið forfeðr-
um þeirra. En hvað þau hlökkuðu til
að koma heim, þó að aldrei hefðu þau
sjálf séð þetta góða land, því að gott
hlaut það að vera, fyrst það var af
Guði gefið.
En samt sem áður kom þeim saman
um að senda menn á undan til að kanna
landið og sjá þjóðina, sem [>ar ætti nú
heima.
Sendimennirnir komu aftur og sögðu
að landið væri gott, en pjóðin, sem
byggi par væri hræðileg — tómir risar.
Pá urðu börnin dauðhrædd og vildu
fyrir hvern mun snúa aftur, því að pau
trúðu pvi, sem sendimennirnir sögðu af
risunum. Pau vildu láta landið — gjöf
Guðs, eiga sig með öllum sínum gæðuin.
En til allrar hamingju voru tveir
sendimenn alveg ósmeykir við pessa
risa, pví að þeir sögðu: Guð vill gefa
ykkur landið og hann er með ykkur og
berst fyrir ykkur og hvað geta risarnir
þá? Og svo fór, að börnin trúðu þessum
orðum og héldu áfram ferðinni og unnu
landið sitt aftur, af því að Guð var
með þeim. —
Kæru börn! Þessi saga og sagan ykk-
ar eru fjarska líkar. Pið eigið föðurland
á himni.
Og til hvers gangið þið í sunnudaga-
skólann? Auðvitað til þess að heyra
eitthvað um himneska föðurlandið og
hverjir þar eigi heitna.
Ég vona að kennararnir ykkar fari
ekki að eins og sendimennirnir, sem
eögðu frá risunum og töldu ómögulegt
að vinna landið.
Nei, þeir segja ykkur áreiðanlega eins
og hinir sendimennirnir: »Pið getið unn-
ið landið, því að Jesús er með ykkur.
Ouð gefur ykkur landið. Par á hann
sjálfur heima, þar er Jesús, bezti vin-
urinn ykkar. Verið því óhrædd. Pað sem
faðirinn himneski og frelsarinn góði vilja
gefa ykkur, getur enginn risi frá ykkur
tekið né meinað ykkur að fá, ef þið
viljið þiggja það.