Ljósberinn


Ljósberinn - 19.10.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 19.10.1929, Blaðsíða 5
LJO SBERINN 317 sinnuin búin að blessa hann og konuna hans fyrir það, hvernig þau reyndust drengnum. Jói litli lá heldur ekki á liði sínu, hann notfærði sér kennsluna með kostgæfni og gladdi vini sína með því að standa framarlega í röð þeirra, sem tóku próf inn í skólann.5. Og svo höfðu hjónin gert gömlu konunni orð um að koma og drekka kaffibolla með þeim og fáeinum kunningjum þeirra, í tilefni þess að Jói var orðinn námssveinn í Menta- skólanum. Hún hafði verið feiinin og óframfærin rétt allra fyrst, en alúð hjónanna og hið innilega viðmót frúar- innar, hafði rekið alla feimni á brott, og Marín gamla sagði við Jóa, þegar þau komu heim, að indælli dag hefði hún ekki lengi lifað. Og þegar þau voru háttuð utn kvöldið, gat hvorugt þeirra sofnað. »Veiztu livað, fóstra mín«, sagði Jói allt í einu: »Hann Axel verður líklega sessunautur minn í skólanum. Mér lízt ekki meira en svo á það«. »Gæt þú þess, góðurinn, að vera ætíð kurteis og prúður í allri hegðan þinni«, svaraði hún stillt, »þá mun allt vel fara«. »Hann gaf mér fremur óhýrt auga«, sagði Jói. »Hann átti, held ég, sízt af öllu von á því að sjá mig í þeim hóp«. »Líkast til ekki«, svaraði gamla kon- an. »En reyndu til að sýna bæði honum og öðrum það, að þú skartar þar engu síður en hann eða hver annar sem vera skal«. »Það langar mig til að reyna«, sagði Jói. »Ég vildi óska að ég gæti glatt bæði þig, fóstra mín, og góðu hjónin, vini okkar, með því að standa mig vel í skólanum. Ég get líklega hvort sem er aldrei launað ykkur neitt af því, sem þið liaíið gert fyrir inig«. »Gæfa þín og gengi verða beztu laun- in mín«, mælti Marín gamla og klökknaði við. — — Jói kveið hálfvegis fyrir því, að verða Axel saintíða í skólanum. Hrekkjabrögð Axels og ertni ryfjuðust upp fyrir honum, þegar þeir hittust við prófið. Axel hafði ekkert reynt til þess að dylja undrun sína, þegar hann sá Jóa, og það þurfti ekki glöggt auga til þess að sjá háðið og lítilsvirðinguna, sem skein út úr lionum, þegar hann mældi Jóa með augunum frá hvirfli til ilja. Jói tók vel eftir því, en honuin gafst enginn tími til þess að hugsa frekar um það, því að yíirheyrslan hófst rétt að segja strax, og þá stund fanst Jóa flest annað smáinunir einir. »Ég skal reyna að standa ekki langt að baki honum«, hugsaði Jói með sér. »Og ég skal líka reyna að bera ekki kaldan huga til hans — hann er þó skólabróðir minn«. En óneitanlega var eins og gamall skuggi hefði laumast inn í hugsun Jóa; bitrar minningar bernskuára geta stungið hjartað líkt og nálaroddar, og Jói kveink- aði sér undan stungunum; þær mintu hann svo átakanlega á það, sem honum gleymdist. aldrei, — enginn hafði strítt honum á föðurleysi hans annar en Axel. Drengurinn lá vakandi fram á nótt og ryfjaði upp liðna æfi. Hann fann, að nú var hann kominn á vegamót, þar sem hann hafði gott útsýni yfir liðna tímann. Og hvað sá hann? Fátæklegt heimili, þar sem skorturinn stóð stund- um við dyrnar, án þess þó að kornast inn fyrir þær, af því að sérhver þur brauðbiti var meðtekinn fyrir bæn og með þakklátsemi; — þar var og sérhver vær blundur af Guði þeginn; fóstra lians áminnti hann seint og snemma um að vera þakklátur fyrir gjafir Guðs og Jói fann í orðum hennar yl og traust, sem var á við mikinn auð. Hann sá guðs- transtið í dagfari fóstru sinnar, hann hafði horft á það árum saman, og dreug-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.