Ljósberinn


Ljósberinn - 16.11.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 16.11.1929, Blaðsíða 6
350 LJÖSBERINN það heíir svo sem margur verið_langt leiddur og lifað samt sem áður. Annars hefir mér alltaf“'sýnst pessi blessaði drengur svo ósköp ólíkur öðr- uin börnum, og mér kæmi pað ekkert á óvart, pótt hann yrði ekki langlifur, fremur en oft á sér stað með afburða börn, — þeim er ætlað betra starf í betra heimi, blessuðum börnunum, æjá, ég held nú pað«, tautaði gamla konan líkt og hún væri að tala við sjálfa sig. »Æ, fóstra mín, segðu það ekki, segðu ekki að hann fari að deyja!« veinaði Jói og huldi andlitið í liöndum sér. »Hann er eini vinurinn minn —Öli — elsku — elsku Óli«. Seinustu orðin köfnuðu í grátekka. Gamla konan laut höfði dapurlcga. »Berðu pig að vera rólegur, góðurinn. Drottinn ræður öllum hlutum og gerir allt vel. Ilann sér hvað drengnum er fyrir beztu, pó við, skammsýnir menn sjáum það ekki. Pað er öruggast að fela Guði allt, smátt og stórt. »Hvorki fýkur fis né strá, framúr Alvalds hendi«, Jói minn. Drottinn ræður lííi og dauða. Við skulum því fela honum allt, einnig bless- aðan veika drenginn og foreldrana hans. En þú ættir að hlaupa þangað heim og fá að vita greinilega hvernig honuin líður«. Frh. Heiopp. Eftir Jakob Hílditch. Oað var skrítinn rakki lnin Heiopp, næstum eins skrítin og nafnið á henni. Hún var livít ineð mjótt trýn, uppreist eyru og snarhrokkna rófu. Hún var víst finnsk að kyni. Og þaðan var víst pettta skrítna nafn koinið. En ekki var það síður skrítið, hvernig lnin komst til bæjar. Einusinni kom hokinn förukarl, lágur vexti til bæjarins, bar haun stóra skreppu á bakinu, en heldur inriantóma/ feikna- stóran staf í hendi, og með þessa tík á hælum sér. Hann hafði hitt og þetta í skreppunni sinnijil sölu, einkum horn- kamba og messingssylgjur, og þar að auki tálguhnífa og gestaprautir og skinn- pyngjur, og voru pær löngum sterkari en hvað pær voru sélegar. Sjálfur siníð- aði liann horngreiðurnar, messingar- sylgjurnar og gestaprautirnar, kyndug- lega samansetta hringi, og það var líka mjög trúlegt, að svo væri; greiðurnar voru fínar, en skarpari og þétttenntari en mönnum fannst þörf á hér í byggð- inni; messingssylgjurnar voru pungar og sterkar, allar útkrotaðar með stórum rákum. Karlinn tók sér sæti úti í eldhúsinu, því að þar var rúmgott; Iiann sat þar á brifninni á rejrkháfnum og sneri bak- inu að cldinum, en tíkin stutta, hvíta, laggðist á fæturna á lionum og stakk trýninu niður á milli framlappanna. Úti var stormur og hellirigning; það var fyrsti október og karlinn gamli beiddist að mega sitja þarna og orna sér við arninn. Og það fékk hann; fyrir liann var settur tréstóll og bolli af heitu kaffi og matur með. »En hvað þetta er blessuð hressing«, sagði liann. »Hvar áttu heima?« spurði bóndi karl- inn gamla; hann var kominn út í eld- húsið, til þess að sjá pennan skrítna gest, sem að garði hefði borið. Allir krakkarnir stóðu að baki honum, i'jögur að tölu, tveir drengir og tvær telpur. Ingiríður stóð fremst, þó að hún væri yngst af þeim, en hún var forvitin um allt, sem var nýstárlegt. »Ég heima!« sagði karlinn og deplaði augunum. Svo veik liann sér að arnin- um og krakaði eftir glóðarmola í pip- una sína. »Ég er ferðamaður; ég ferðast

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.