Ljósberinn


Ljósberinn - 23.11.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 23.11.1929, Blaðsíða 1
IX. árg. Reykjavík 23. nóv. 1929. 45. tbl. Kosningafundurinn. Sunnudagaskólinn 24. nóv. 1920. Lestu Jósna 24, 14. —18. Lærðu Jóh. 15, 14. Pér eruð mínir viniy, ef þér gerið það, sem ég bið yður. Nú er ykkur í dag sagt frá merkileg- um kosningafundi. Jósúa er orðinn gamall og kallar nú fólkið saman til að kjósa um, hvort það vilji heldur þjóna Drottni eða hjáguð- unum. Jósúa kýs.fyrst fyfir sig og ættmenh sína: »Ég og ættmenn mínir munuru þjóná Drottni«. Og þá svaraði allur lýðurinn, öll ísra- elsbörnin, einum rómi: »Við viljum þjóna Drottni og engum öðrum«. Nú eigið þið, kæru börn, að kjósa í dag, hverjum pið viljið þjóna og hlýða. Nú er ykkar kosningafundur. Eg veit, að þið munuð kjósa eins og ísraelsbörnin. Pið viljið vera vinir Jesú og gera það, sem hann býður ykkur. En hér á pví miður við, pað sem stend- ur í fermingarsálminum: »En breyzk er barna lund þótt bljúg sé þessa stund«. ísraelsbörnin voru breysk og brugðust Drottni, J)ó að hjarta fæirra væri fullt af pakklæti við hann á þessari kosn- ingastund. Og við hinu sama má búast af ykkur. En Jósúa bað fyrir ísraelsbörnum, að þau fnættu verða Drottni trú til æfiloka eins og hann sjálfur. Og þið eigið foreldra og vini, sem biðja með ykkur og fyrir ykkur, eins og á fermingarstund: »Gef þáu, sem hér {)ér heita trn, þitt hjartað blíða finni. Gef já pað, sem þau þau segja nú, pan sífellt liafi í minni. Þeim, herra, hjálpa þíi, að heit þér unnið nú þau haldi sérhvert sinni«. Þessari bæn mega foreldrar ykkar aldrei gleyma. Kjósið nú Jesú í dag. Kjósið hann á hverjum degi að einkavini og verndara, til þess að ftið getið eins og Jósúa. orðið trú til dauða. P.á verðið'þið til blessunar og Jesú til dýrðar. B.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.