Ljósberinn


Ljósberinn - 23.11.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 23.11.1929, Blaðsíða 8
360 LJÓSBERINN Minnsmerki Walter Scotts. Bið hafið heyrt talað um enska skáld ið Walter Scott, og máske líka lesið eitthvað eftir hann, t. d. söguna ívar hlújárn, sein bókaverzlun horsteins Gíslasonar hefir gefið út. Börnin í Eng- landi lesa sögurnar hans með mikilli ánægju, og þeim þykir ósköp vænt um skáldið, sem samdi svo margar fallegar sögur lianda þeim. Hérna sjáið þið mynd af minnismerk- inu, sem honum hefir verið reist í Edin- borg á Skotlandi. Pað gnæfir þar hátt í aðalgötu borgarinnar. í gotnesku bog- svölunum neðst í minnisvarðanum er líkneski skáldsins, þar sem hann situr. 1 baksýn sést hin æfagamla höll (Edinburgh Castle) og ínn á milli trjánna sést safnahúsið (Museum). Walter Scott er fæddur 1771, en dó árið 1832. HEILABRCE Nii eiga, lesendurnir að brjóta heilann um, hve mörg orð er liægt að búa til úr nafni blaðsins ykkar: Ljósberinn, með [ivi að færa stafina til á ýmsan hátt. Nafn jiess, sem flest orðin fmnur, verður birt í næsta blaði fyrir jólin. Lausn á heilabrotum í 42. blaði. Margur leitar langt að þvi, sem liggur hendi nærri. Settu kommu yfir í. Ekki er vandinn stærri. Réttar lausnir sendu: Guðný Sigurðardóttir, Óðinsgötu 23, og Margrét Porkellsóttir, Bergi við Skerjafjörð. Lausnir á felumyndum i 35., 37. og 41: tbl. 1 jiessum árgangi hafa verið þrjár felumynd- ir, og skal nú skýrt frá, hvernig á að fínna þá menn, scm faldir eru. 1 35. blaði: Snúið blaðinu þannig, að kjölur þess sé niður, og þá sést bóndinn standa milli girðingárbandanna, rétt fyrir framan kindina til vinstri handar. í 37. blaði: Látið myndina standa á höfði, og þá sést samferðamaðurinn rétt fyrir framan hinn manninn. Er höfuð hans þó rétt upp undir myndarbrún. 1 41. blaði: Ef blaðinu er haldið þannig, að kjölurinn snúi niður. sést sonurinn ofarlega á royndinni, nokkuð langt. til vinstri handar. Dagatölin fyrir árið 1930 í fjölbreyttu, skrautlegu úrvali, eru nú komin í Bókaverzlunina E ni a u s. Fjölbreytt úrval af fegurstu jólakortum í Emaus. Preotim. Jóni Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.