Ljósberinn


Ljósberinn - 30.11.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 30.11.1929, Blaðsíða 2
362 LJÖSBERINN myndir réttu [>eir svo hver öðru.m, og mátti sjá, að þeim lék mikill hugur á að sjá pær. En af svip peirra og hlátrasköllum mátti ráða, að pessar myndir væru skrípamyndir af versta tægi. Pegar minnst varði, gekk (il peirra maður og loit á myndirnar. Hann veik sér pá að unglingnum, sem hafði myndirnar til sýnis, lagði hönd á öxl honum, leit á hann alvarlega, en pó vingjarnlega og sagði hátt og áminni- lega: »Má óg spyrja: Yilduð þér nú sýna móður ykkar þessar myndir, eða horfa á þær sjálfir, ef hún stæði við hliðina á ykkur«. Unglingunum brá við þessa spurningu og litu á manninn, vandræðalegir. En sá, sem spurður var, tíndi saman allar myndirnar og reif þær í tætlur. Pegar lestin nam staðar og ungu mennirnir skyldu stíga út, þá gekk þessi sami unglingur að manninum, rétti hon- um hönd og sagði: »Eg þakka yður fyrir spurninguma; henni gloymi ég al- drei, Móður minni kæru og tryggu, vil ég aldrei gera skömrn '. Kristilegt æskulíf. En hvað {mtta eru fögur orð. Pau liljóma næstum með heilögum hljómi. Einhverntíma hefi ég heyrt æfintýr frá Austurlöndum. Pað hljóðaði hér urn l>il svona: Pað var einusinni í kvöldsvalanum, að englar Guðs söfnuðust sarnan fyrir liliði himnaríkis. Sólin rann eldrauð til viðar og englarnir fóru að lmgsa með sér, hvað mundi nú eiginlega vera feg- urst niðri á jörðunni. Og margs var getið til. Einn gat upp á þessu og ann- ar liinu. Að lokum gat einn þess til, að það mundu vera iðrunartárin. Og á það féllust þeir allir. Pað eru djúp og s£lurík sannindi fólgin í þessu gamla æfintýri. Guði sé lof fyrir það, að tár einlægr- ar iðrunar oru svona góð og fögur í augum Guðs, þegar hann lítur á þau frá himni sínum. En samt held ég að mér sé óhætt að segja, að í þessum syndfallna, týnda heimi sé þó til annað, sem er enn fegra í augum Guðs en iðrunartár — fegra en þau iðrunartár að minnsta kosti, sem grátið er yfir langri æfi, sem hefir verið illa eytt — og það er kristilegt æsku- líf ungra drengja og stúlkna. Eg held, að Drottinn geti ekki séð aðra fegri sjón hér á jörðu, en börn og ungmenni, sem búa í skjóli hins hæsta og gefa gætur að lögmáli Guðs daga og nætur. Sællt, er að geta sagt af hjarta: »Drottinn, þú hefir verið atlivarf mitt frá æskudögum«. Pað er geisli Guðs dýrðar, sem ljóm- ar af guðrækilegu, flekklausu æskulífi. Par Ijómar dýrð Guðs eins glatt og hún getur Ijómað í þessum heimi syndar og fallvaltleika. Pað er líka auðveldast og sælast að gefast Ivristi í bernsku og æsku. Eg tel öll börn og ungmenni sæl, setn hafa snúið hjörtum sínum til Drottins, hal'a Jesú að eiukavini. En hvað þið komist þá, ungu vinir hjá mörgum sárs- aukanum, sem syndin veldur þeim, sem týna Jesú á æskuskeiði.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.