Ljósberinn


Ljósberinn - 30.11.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 30.11.1929, Blaðsíða 4
364 LJOSBERINN Eða veikinda líf í sársauka og von- brigðum. Hvað var hann að biðja Guð um? Var hann að biðja um böl handa honum Óla, góða, hreinlynda drengnum, sem hafði glatt hann og gert honum gott! Gat hann hugsað til [)ess að Óli ætti dapurt líf í vændum, örðuga fram- tíð, sveipaða sorgarskýjum mannlegs lífs? Gat hann borið pað saman við sælulífið í engla hóp, með friði og fögnuði lirein- leikans, í eilífri dýrð heima hjá Guði? — Orðin .stirðnuðu á tungu haus, liann þagnaði í miðju kafi og settist upp í rúminu. Fóstra hans var nýlega háttuð og búin að slökkva ijósið. Hann hlust- aði. Hún var víst sofnuð, gamla konan. Hann heyrði þungan, rólegan andar- drátt hennar. Ljósglætu lagði inn um gluggann frá ljóskerinu á götunni fyrir utan húsið, og brá daufri birtu á þilið fyrir ofan rúmið hans. Fóstra hans hafði hengt veggspjald á þilið. Jói fór að horfa á spjaldið og lesa orðin, sem á því stóðu. Hann kunni þau reyndar ut- anbókar, al því að það var Faðivór. sem var letrað á spjaldið, með stóru gyltu letri. En harm las það samt, eins og hann hofði aldrei lesið það áður og hugur hans fylltist heilagri lotning and- spænis hinni háleitu bæn, sem færir fró hverju mamishjarta og lætur barnið finna föðurhjartað slá. — Jói spennti greipar og laut höfði í bljúgri tilbeiðslu------verði pinn vilji. — Hann endurtók orðin í lágum hljóð- um og fann til þess í fyrsta skifti á æfi sinni, að hann gat ekki sagt af lijarta: verði [)inn vilji. Og Jói varpaði sér á grúfu ofan á koddann og grét sáran í hljóði, tárin féllu honum brenn- heit um hvarma, þau voru brennifórn á altari víljans, Og nú var það ekki fram- ar krafa, sem Jói bar fram í þögn næt- urinnar, heldur bænarkvak veikburða barns, sem viðurkennir vald og vísdóm Drottins, um leið og það játar sinn eigin vanmátt. Verði pinn vilji, svo n jörðu sem ú himnum. Paö yar yndislegt að geta sagt það! Ósegjanlegur friður færðist í sálu drengsins. Nú var öllu óhætt. Ilann hafði falið vininn sinn voldugri hönd Drottins.-----:---- Og lundin varð svo létt. Jói hélst ekki við í rúminu. Oflug hugarhræring hafði hann á valdi sínu, hann varð að fylgja henni, liafa sig á kreik. Ekkert hugsaði hann um tímann, og leit ekki á klukkuna. Timinn var horfinn honurn, Jói hafði borist af vængjumj bænarinnar inn í ósýnilegan heim, þar sein tak- markað rúm er ekki til. Jói ldæddi sig bg fór út. Ilann þráði hreint loft, hann þráði bláan himinn og blikandi stjörnur, hugur lians stefndi upp — upp. Og stjörnurnar brostu til hans í gegnum skýin, en drengurinn tók húfuna sína ofan og leit til himins með tár í augum og hvíslaði klökkur: »Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum«. í sömu svifum sveif björt Ijósrák yfir himinhvolíið, það var stjörnuhrap. Jóí minntist þess áð einhver hafði sagt hon- nm, að þegar stjarna hrapaði, þá svifi sál inn í himinn Guðs. Skyldi þá ekki Óli vera að deyja? hugsaði hann með sér og hélt áfram göngu sinni með hönd- ur í vösunum og húfuna ofan í augun. Ilann hafði ekkert takmark, on innri vitund stýrði þannig för hans, að innan lítiilar stundar nam hann staðar hjá húsi Ellerts skrifstofustjóra. Pað logaði Ijós í glugganum hans Óla. Glugginn stóð opinn og gluggatjaldið var ekki alveg dregið fyrir gluggann. Jói hlust- aði eftir Iivort hann heyrði mannamál, eu það var dauðaþögn, en þögnin hvísl- aði því að honum að nú væii bezti og eini vinurinn hans dáinn! »Villtu [sjá hyar hann liggur?» sagði pögnin og Jóa

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.