Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 12
382 LJÓ SBERINN lítið«. Og svö setjast pau á tonnina, sem næst hvort öðru, og lmlla höfði ofan ú hlýjan skrokkinn á Spora. l’að fór svo vel um þau, að þau sárlangaði til að fá sór ofurlítinn dúr, áður en pau héldu af stað aftur. Uppi yfir peiin Ijóm- uðu stjörnurnar, og hringinn í kring voru fannhvítu fjöllin háu, svo [mgul og tignarleg. Ekkert Idjóð rauf nætiir- pögn hinnar hvítu auðnar. — 1 Lappastofunni hólt Óttar áfrain að prédika góöa stund, eftir að börnin voru farin. Og að lokinni prédikun töluðu ínenn saman um pað, sein peir höfðu heyrt, svo að nú var orðið framorðið. IJá var hvíti hreinninn sóttur og honum beitt fyrir sleðann. Óttar settist í öku- sætið og tók sterklega um taumana, en hreinninn rann á ílugferð út á fann- breiðuna. Pegar hann hafði ekið uiu stund, heyrir hann liundgá mikla álengdar. llvað ínundi þar vera á seiði? Skyldi það vera úlfurV Óttar tekur fast utn byssuna. Nú heyrir hann það aftur. l'að var áreiðanlega hundur. En hvað gat hann verið að gera hér uppi á heiði um hánótt? Hann stefnir á hljóðið. Langt fram undan sér hann eitthvað á snjónum; en hvað það er, getur liann ekki greint. Hann herðir á hreininum, er nú þýtur áfram, sem kólfi væri skotið. Skyndilega Ijómar fagurt Ijós á.norð- urhveli himins. I'að stígur og fellur, glitrar og titrar, breiðir úr sér og dregst saman aftur. í þögulli undrun horfir Óttar á þessa fögru sýn. Pað var nordurljósið, sem börnin liöfðu haldið að væri Jólastjarnan. Nú nemur sleðinn staðar við dular- fullu þústuna á snjónum. Og mikil er undrun Óttars, er hann keinst að raun um, að það eru tvö lítil börn. Spori hafði heyrt hreininn hlaupa á hjarninu i fjarska og tekið til að gelta og góla. Við það höfðu börnin vaknað. Og gott var, að þau vöknuðu í tíma. Pví að hver, sein sefur hlífarlaus úti í hörkufrosti, á það á hættu, að hann vakni ekki frainar. Nú rísa þau á fætur og horfa á ókunna manninn. »Við erum börn Ant- ons fógeta, Tohi og Míra«, segja þau. »Við fórum út, til að leita að stjörn- unni og Jesúbarninu, sein þú varst að tala um; en leiðin var löng og við urð- um svo þreytt, aö við máttum til að livíla okkur«. Þegár Óttar heyrði þetta, varð hann glaður og svo vingjarnlegur, aö börn- unum var ljúft að fela sig vernd hans og forsjá. — »Guð blessi ykkur«, sagði hann, »og varðveiti hjörtu ykkar í stöð- ugri leit eftir Jólastjörnunni! En skríðið nú upp á sleðann; ykkur er víst full þörf á að fá sein fyrst húsaskjól og láta þíða ykkur upp'«. Og svo hljóp hreinn- inn af stað og rann í einuin spretti heim að bjálkakofa Óttars. Innan skamms logar glatt í eldstónni. Toni og Míra sitja á rúmi Öttars og liorfa með gleðisvip á hann, meðan hann er að búa til kvöldverðinn. Hann tekur stóran, frosinn mjólkurskjöld, heggur úr honum stykki og lætur í pottinn, sem hangir yfir eldinuin. l’egar mjólkin er þiðnuð, lætur hann í hana mjöl og hnoðar deig, leggur það síöan á stein- þynnu yíir eldinn og bakar stóra köku handa börnunum. Ilorða þau með beztu lyst og Spori með þeim. Meðan þau eru að matast, dregur Öttar hreindýrsfeld fyrir það horn stofunnar, sem hann er í sjálfur, og þau heyra, að hann hefir þar eitthvað fyrir stafni. Tegar þau voru orðin mett, fóru þau aftur að hugsa um stjörnuna og barnið Jesúm. »Við skulum biðja Óttar ^ð vísa okkur til vegar«, sögðu þau og stukku ■ niður af rúmstokknum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.