Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 21
LJÓSERINN 391 SÍVATTANNÚ Jólasaga frá Suður-Indlandi. Eftir Elleu Götzsche, kristniboða. viff-viff — hviff-viff“. Hvers vegna eiga menn svona ann- ríkt hérna í dag? Smáir og kátir íkornar með skúfsettu rófurnar hoppuðu út og inn um opnu gluggana á læknis- húsinu; tíndu í sig eitt og annað, gutu forvitnislegum augum til unga her- bergisdrengsins, sem stóð á baksvöl- unum á húsinu og var að þvo upp bolla. Og íkornarnir skutust burt, eins og elding, ef nokkur kom auga á þá. Krákurnar görguðu : „Hvað — hafa — þeir?“ Þar sem þær voru á sveimi yfir borginni í heiðna landinu og sett- ust hópum saman á kókospálmana fyrir utan háu múrana kringum sjúkrahús kristniboðanna. Manngrúinn hljóp milli húsa eins og iðandi maurar. Allsstaðar var verið að skreyta og setja hátí'ðablæ á alla hluti. Og öllu þessu átti að vera lokið áður klukkunum væri hringt í litlu, hvítu kirkjunni þeirra. Vatnsberinn var búinn að fylla all- ar vatnskrukjcur og baðker á jóla- dagsmorguninn. Átti hann að bera allt það vatn í eldhúsið, alt það vatn, sem þar þurfti á að halda. Nú var hann að koma utan úr aldin- garðinum með jurtapotta, stóra og smáa; hann setti þá á svalirnar; en kona læknisins leit á þá, og sagði fyr- ir, hvar hver þeirra skyldi standa. í sumum stóðu hvítar liljur með gljáandi, dökkgrænum blöðum, og krótanjurtir í öðrum, gular eins og sólskin, blárauðar og eirbrúnar. Og þar voru — burknar — urmull af burknum. Sum þessi blóm voru „létt og fín eins og kniplingar“, önnur voru stór og skrautleg, iðgræn og kiljuleg, rétt eins og þau ættu ekki heima í hinu sólheita landi. Því var gleymt, að kalkið hafði dottið í blísum af hvítu stöplunum á svölunum; á gólfunum voru engar á- breiður, engin tjöld fyrir gluggunum, enginn legubekkur með mjúkum og útsaumuðum koddurn. Þar var ekkert af þessum smáu og snotru hlutum, sem gera stofurnar hérna heima svo vistlegar. Grænar jurtir og nýtekin blóm utan úr garðinum voru sett í hvert autt horn, lagði þaðan svalandi ilm af mold og vatni; gat hvorki mölur né ryð komist þar að til að granda. Kerti voru tendruð hringinn í kring í sjúkrastofuna og jólaverður á borð borinn. Veggirnir breiðu og hvítu voru allir prýddir myndum í Ijómandi iit- um af því, sem gerðist á jólanóttina. Þarna mátti sjá englana og hirðana og barnið í jötunni og auðvitað var líka kýr á myndinni. Kýrin heyrir f.jöl- skyldunum til í indverskum sveita- þorpum. Að lokinni máltíðinni var farið að syngja í sjúkrastofunum — sunginn lofsöngurinn gamli, sem hljómar um víða veröld á öllum tungum heims- ins á hinni heilögu jólanóttu: „1 Betlehem er barn oss fætt Betleliem, því fagni gjörvöll Adams ætt. Hallelúja, hallelúja. Lí'til stúlka, indversk, settist upp í rúminu sínu — varla fullra þriggja ára. Hún veinaði aumkvunarlega í hvert skifti, sem bundið var um slæmu sárin á höfðinu á henni. En á þessu kvöldi Ijómuðu augu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.