Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 22
392 L J 0 S B E R I N N hennar og skæra röddin hennar tók hátt yfir raddir hinna fullorðnu: ,,Ó, ó! — Betlehem! Ó, ó! — Lelúja!“ Hún var búin að æfa sig marga daga á jólasálminum, sem kristna, indverska hjúkrunarkonan var búin að kenna henni. Nú var farið að útbýta smá gjöf- um. Það voru pokar fullir af mar- marakúlum til að leika sér að, til dægrastyttingar, þegar hver stundin þótti leið og löng, einkum ef fyrirsjá- anlegt var, að þarna yrði sjúklingur- inn að liggja vikum saman. Þar voru minnisbækur og blýantar handa ung- um mönnum, sem voru orðnir lesandi og skrifandi. Þar voru betel-pokar handa gömlum konum og smábækur með myndum úr lífi Jesú handa mörg- um öðrum og brúður! Múnníammal litla datt í svefn um kvöldið með Ijómandi fallega brúðu í fanginu og sælu brosi á hnöttóttu, mórauðu barnsvöngunum sínum. — Þar var kona, sem langaði svo hjartanlega til að sitja hjá rúmi Mún- níammal litlu og leika við hana. Það var mamma hennar — en hún þekkti alls ekki mömmu sína. Þegar Múnní fæddist, þá varð fað- ir hennar svo reiður, svo bálvondur út af því að hún var ekki drengur; son vildi hann eignast en svo fæddist honum dóttir. „Nú máttu hypja þig burtu frá mér“, sagði hann við konu sína, ,,hvaða gagn er að því, þó að þú fæðir mér stúlkubarn. Ég þarf að halda brúð- kaup þeirra og það kostar ærna pen- inga. Nú ertu þrisvar búin að ala mér meybörn, nú máttu fara Ég ætla að fá mér aðra konu“. Og svo fór mamma Múnní litlu, jafnskjótt, sem hún var komin á fætur aftur. Enginn vissi, hvað af henni varð, og enginn spurði heldur eftir henni frá þeim degi, er hún var rekin burt af heimilinu með litlu stúlkurnar sínar þrjár. En litlu angarnir grétu mikið, þær þráðu svo mömmu sína. Stóri pilturinn, sem kom svo oft og lék sér við Múnní litlu, hafði líka ver- ið rekinn að heiman. Nú var hann kominn hingað til að læra eitthvað — hann átti nú annars heima í karl- mannadeildinni. Þar hafði hann legið veikur og þar gat hann gert margt til gagns sagði hjúkrunarkonan. En óðara en hann fékk færi á, þá leit hann inn til Múnní. Væri hún á fótum þá sat hann hjá henni á svölunum. Og þó að hann væri alvarlegur á svipinn, þá hló hann samt, þegar Múnní fór að masa og leika sér. Ef henni versnaði, þá kom hann og spurði um hana. Og væri honum leyft að bera hana út í sólskinið á sterku örmunum sínum, þá ljómuðu augu hans af fögnuði. Ilann átti tvær litlar systur — hann þráði þær og mömmu sína, en til þeirra kæmist hann aldrei framar — það var hann hárviss um. En pilturinn þessi, Sivattannú, var líka viss um annað — að aldrei mundi hann dýrka skurðgoð framar — nei, aldrei. Jólin og Jesús eiga saman. Heið- ingjarnir eiga engan Jesús og jól ekki heldur. En þeir halda margar hátíðir. Sum- ar þær hátíðir eru tryltar og vondar, og þar er svo margt ljótt framið, svo að hjörtu mannanna saurgast af synd. Aðrar eru meinlausar, en eru þó

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.