Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 23
L J Ó S B skurðgoðahátíðir, og halda mönnun- um föstum við skurðgoðadýrkunina, svo að þeir geta ekki komist til hins lifanda Guðs. Ein af þeim hátíðum heitir Ajúda- Púsaj. Sívattannú var elzti sonurinn á heimilinu sínu; hann gekk í skóla með mörgum öðrum drengjum úr ind- verska þorpinu. En svo bar það einu sinni til, að hann sá mömmu sína vera að fága alt og prýða, leirkrukkurnar í' eldhúsinu, vatnsgeyminn stóra, sem hún fylti daglega af vatni úr brunninum, hrís- grjónasteytilinn, steininn þar sem hún steytti í kryddið með kvöldmatnum, hún gljáfægði messingsbikarana sem voru hafðir til að drekka vatn af, alt sópað og prýtt og prýdd nýjum blóm- um. ,,Hvað er það mamma?“ spurði drengurinn. I sömu svipan kom faðir hans. „Komdu með bækurnar þínar“, sagði hann, „eru þetta ekki verkfærin, sem þú vinnur með í skólanum? Þú verður að tilbiðja þau, viljir þú verða dug- legur námsmaður. Sívattannú brosti við og sagði: „Er það ekki heili minn og hugsanir mín- ar, sem eiga að hjáipa mér“, sagði hann, „er nokkur bók lifandi, svo að henni beri tilbeiðsla eins og Guði?“ ,,í dag er Ajuda-Púsaj“, sagði faðir hans skýrt og skorinort. „Þú verður líka að tilbiðja verkfærin þín, eins og ég færi plóginum mínum fórnir, herf- inu og okinu á hálsi uxanna minna. Enginn veit hve mikla ógæfu þú kannt að leiða yfir þig, ef þú sýnir eigi þeim guðum tilhlýðilega undirgefni, sem halda okkur við lífið og gefa oss kraft til starfa“. En Sívattannú vildi ekki tilbiðja ERJNN 393 bækurnar sínar og reglustikuna sína. í skólanum var hann búinn að fræð- ast mikið um önnur lönd og um mikil- menni, sem hefðu unnið margan sigur og fundið ný lönd. Honum hafði skil- ist, að það væri krafturinn í heila hans og stáliðni viljans, og svo gott próf að lokum, sem gæti gert hann ungan að dugnaðarmanni og hæfan að ná góðri lífsstöðu. Og hann vissi —en á það mintist hann ekki — að til væri lifandi Guð, sem allt vald hefði í hendi sinni. Þennan Guð tilbað Sivatannú, guðun- um Síva og Ganesa færði hann engar fórnir lengur. Sívattannú var á 18. árinu; honum fannst hann mundi gera gys að sjálf- um sér, ef hann fleygði sér flötum fyrir framan blekbyttu og færði henni fórnir í allri auðmýkt. Nú var hann lokaður inni fyrir ó- hlýðnina í þrjá daga og fékk hvorki vott né þurt. Það var varla um annað talað í öllu þorpinu, elzti sonur ríka Reddi -— garðyrkjans, hefði færst undan að taka þátt í Adjúna-Púsaj-hátíðinni. Á hverjum morgni svaraði Sívat- tannú föður sínum ávalt hinu sama: „Ó, faðir minn, til hvers er að vera að færa þessar fórnir? Er þá bók eða plógjárn Guð, sem oss sé skylt að til- biðja?“ En Sívattannú varð með hverjum degi magnminni og hungraðri. Að kvöldi hins þriðja dags kom móðir hans inn til hans með tárin í augunum: „Ó, þú frumgetni sonur minn!“ sagði hún með kveinstöfum. „Far þú að orðum föður þíns. Hann harmar út af þér nætur og daga. Far þú að orð- um hans, svo að sú stétt, sem þú heyr- ir til snúist ekki á móti oss og geri oss

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.