Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 28
L J 0 S B E R IN N 398 lækninum frá erindi sínu, þá lagði hann þegar af stað. Hann vonaði svo hjartanlega, að það væri satt, sem hún hefði sagt, að Sívattannú væri enn á lífi og að enn mætti bjarga lífi hans. Sjúkrahússbifreiðin rann nú sem hraðast' út á þjóðveginn. Aðkomukon- an var með í förinni. En inni í læknishúsinu var kona læknisins á bæn til hins liíandi Guðs um að hjálpa á hagkvæmum tíma. ,,Sjáið þér, þarna eru pálmarnir‘!, segir aðkomukonan allt i einu. Lækn- irnn stöðvaði þá bifreiðina og stökk niður af vagninum. Hann kannaði nú lundinn grand- gæfilega, og stundu síðar kallar hann : ,,Kondu og hjálpaðu mér“. Svo liftu þau, konan og læknirinn, Sívattannú upp og báru hann inn í vagninn. Þá lék bros um ásjánu unga heiðna drengsins. Hann leit upp og sá, að nú var hjálpin komin. ,,Ekki Síva — heldur Jesús“, sagði hann í hljóði. Að svo mæltu féll hann aftur í dvala, en læknirinn ók, eins og ekið er, þegar líf er í veði. Jóladagurinn varð ekki skírnardag- ur Sívattannús. Það var varla annað fyrir að sjá, en að honum yrði ekki bjargað. Lækn- irinn og kona hans skiftust á daga og' nætur að vaka yfir þessum unga vini sinum. Og margir, margir spurðu: ,,Ætli hann hafi það af?“ En veslings heiðna konan, sem bú- in var að ganga svo langt, og engan Guð fundið, sem gæti huggað hana og létt af henni syndabyrðinni, fann nú í þessu sjúkrahúsi þann frelsara, sem einn getur frelsað frá synd. Hún heyrði sagt frá kærleika hans og blóði hans, 'sem hreinsað getur menn- ina af allri synd, og hún tilbað hann af öllu hjarta sínu. En sama daginn, sem Sívattannú var orðinn svo hress, að hann gat tek- ið skírn, þá var þessi kona lí'ka tek- in inn í Guðs ríki á sama hátt. „Hvaða barn er nú þetta?“ spurði þessi sama kona, þegar hún sá hana í fyrsta skifti. „Hver kom með hana hingað? Hvernig er hún hingað kom- in? Múníammal litla þekkti ekki vesl- ings móðir sína, því að hún hafði aldrei séð hana, svo að hún vissi, hver hún væri. En þetta var þá mcðir hennar ■—- nú var hún komin til henn- ar. Faðir Múnníammal var þá spurð- ur um þetta, en hann svaraði: „Ég á nóg af stúlkubörnum; og ég vil því lof aþessari stúlku að vera hjá móðir sinni. Eða eru þau mér ekki sama sem dáin eða stéttleysingjar. Svo fór það þá svo, að Múnníammal litla var skírð með mömmu sinni. Og svo fóru þær að vera saman hérna á sjúkrahúsinu. Mörg eru þau kraftaverk, Guð, sem gerast í heiðingjalöndunum nú á dög- um, eigi síður en á dögum spámann- anna, frelsarans og postulanna. En Sívattannú, ungi, ötuli skóla- pilturinn varð að halda áfram námi. Hver veit, nema hann vepði á sínum tíma indverskur læknir við sama sjúkrahúsið, þar sem honum var kennt að tilbiðja hinn eina sanna Guð og þann sem hann sendi, Jesúm Krist. „Ekki Slva!“ sagði hann, „heldur Jesús“. — Síva er þriðji höfuðguð Indverja. Það er hans starf að eyðileggja það,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.