Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 33

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 33
LJÓSBERINN sem þau sæu og heyrðu í kring um sig, meðan kýrnar væru að bíta. — Og síðan sagði Jói: „Já, þér er það nú kunnu^'t, Krist- inn, að presturinn okkar getur fundið upp á mörgu fágætu, svo að enginn mundi trúa því. En aldrei er það til annars en góðs. Ilann sór eins og dá- lítið lengra fram en aðrir, sá karl, og þao, sem hann hefir einu sinn ásett sér, verður fram að ganga, þó að svo fára þyrfti þvert í gegnum blágrýtis- hamrana“. Kristinn afsagði nú fyrst að gera þetta, af því að hann væri óhæfur ti! þess; en Jói hristi hann og skók all- an, þangað til Kristinn lét til leiðast. ,,Þú verður að reyna það, drengur. Við, sem erum mestu mátar, síðan við voru saman í skólanum. Ég get engan líklegri fengið handa prest- :num. Þú mátt hafa fiðluna þína með þér. Ungfrúin litla er ekkert annað en söngur fram í tær, það er nú svo sem auðséð á henni, ekki síst, þegar dansað er.“ Og svo fór Kristinn í selið. Kristinn var enn að nýju að velta fyrir sér liðnu sumri — aldrei var hann búinn að því til fulls. Og honum fanst ljúfur ylur streyma um sig all- an við þær minningar. Og ylinn lagði alveg fram í augun á honum. — •-----Þau sátu bæði hjá, Inga og hann. — Aldrei fanst honum fjallið hafa verið eins fallegt og nú, það var svo tindrandi fagurt, eins og laugað í sólskyni og ilmi, frá því að sólin tók að gylla Hofsnúpinn á morgnana og þangað til hún gekk á bak við sjávar- hólinn á kvöldin. — En sú blessun, sem þar hvíldi yfir öllu, skepnurnar voru svo sílspikaðar, 40J að það glóði á þær. Og svo röltu þær hver með annari niður í bygðina með seljamatinn sinn í vömbinni. Og urriðinn í fjallavötnum — hann var líka svo breiður og glansandi á bakið, að presturinn hafði aldrei séð þvílíkt. En hvað hann beit vel á — áður en íærinu var varpað út! Inga hafði nú sitt sérstaka lag á öllu. Og þarna voru líka læknisdóm- ar, sem dugðu. En hvað bún (iafnaði vei þarna og varð feit og frísk! Hún var alstaðar hátt og lágt. Glaða hláturinn hennar mátti hejrra, hvenær sem vera skyldi. Það var eins og hún væri orðin sam- gróin fuglakvakinu og fiðluhljómn- um. Einu sinni sátu þau hjá á bak við Úlfshöfða. Þá tók hún fáeinar bækur upp úr malpokanum sínum, skelti þeim á steininn, sem þau sátu á, svo að small í, og sagði hlæjandi: ,,Voru það ekki við, sem áttum að lesa?“ Og auðvitað varð ekki hjá því kom- ist að hlæja aftur. ,,Jú-hú! Víst var það svo“. ,,Við lesum þá fyrst mannkyns- sögu — og byrjum á að lesa sögu Napoleons!" sagði hún. Og hún hafði þarna stóra bók um Napoleon og eng- an annan. Þau lásu nú í henni á' hverj- um degi. En svona inn á milli þá kunni hún að segja frá Franklín og Frökkum, og svo allar styrjaldar- sögur alt fram að síðustu styrjöldinni. „Mamma er frakknesk að ætt, veistu það. Alt er svo fagurt í Frakk- landi, segir mamma, aldrei týnir Frakkland lofi sínu. En málið, frakk- neskan —!“ Það vildi nú svo skrítilega til, að það var hún, sem varð kennarinn. Hún var búin að læra sitt af hverju

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.