Ljósberinn


Ljósberinn - 28.12.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 28.12.1929, Blaðsíða 3
411 LJÖSB var voðalegur draumur, en fóstra mín segir, að hann muni verða fyrir langlífi«. »Er langt síðan þig dreymdi það?« spurði frúin. »Pað eru fjórar nætur síðan«, svar- aði Jói. »Pig hefir pá einmitt dreymt petta nóttina, sem mér virtist bregða til bata. Bað var eiginlega fyrsta nóttin, síðan hann veiktist, sem Óli minn svaf vel, og útlitið verið betra, og nú segir lækn- irinn, að bráðasta hættan muni vera um garð gengin«. »Guð hefir þá heyrt bænir mínar!« hugsaði Jói með sér, og hjarta hans bærðist af gleði. »Ó, hvað Guð er góður!« Jóa fannst allt í einu, að hanu pyrfti að vera einsamall á afviknum stað, par sem hann gæti fallið á kné frammi fyrir Guði og pakkað honum fyrir bænheyrsl- una. -— Óli hvíldi hægt í hvíta rúminu sínu. Hann var fölur og máttfarinn, og auð- séð, að veikindin höfðu gengið nærri honum, en hann var hýr á svipinn, eins og hann átti að sér. Mamma hans liafði fært hann í fallegustu náttfötin hans látið spariverin á koddann og yíirsæng- ina hans og búið um hann, eins og móðurhöndin getur bezt. Ó, hvað pað fer nú vel um mig«, sagði Óli pá. »Enginn býr eins vel um mig og pú, elsku mamma mín«. Og svo lá Óli grafkyr og horfði á mömmu sína á með- an luin tók sitthvað til handargagns í herbergi hans. »Ósköp ertu búin að gera »fínt« hjá mér«, sagði hann, pegar mamma hans setti nýútsprungna rós í glas á borðinu hans. Blómið brosti til hans og bar hon- um kveðju frá sjálfri sólunni, sem hafði kysst það og vermt með hlýjum geisl- um, og Óli brosti við rósinni, — sak- leysið á löngum samleið með blessuðum börnunum. ERINN »Svo skulum við biðja saman morg- unbænina okkar, áður en drengirnir koma«, sagði mamma hans. Óli fórnaði upp höndunum og lagði aftur augun. Andlitið hans var svo und- ur fölt og lítið og höndurnar magrar, en engilbjört var ásjóna hans, pegar mamma hans bað á þessa leið: »Yið pökkum pér, algóði Guð, alla pína náð, vernd og blessun, að þú vak- ir yfir velferð okkar og gefur okkur allt, sem við purfum með. Nú biðjum við pig að vera hjá okkur í dag og blessa okkur, og vertu einnig hjá öðrum sjúk- lingum, gefðu þeim friðinn pinn og náð- ina pína. Við felum allt og alla pinni föðurhönd. »Vertu, Guð faðir, faðir miim, í frelsarans Jesú nafni. Hönd pín leiði mig út og- inn, svo allri synd ég hafni«. »1 Jesú nafni, amen«, endurtók Óli, og mamma hans kyssti hann á ennið. Hann sá ekki tárin, sem voru í augun- um á henni. Óli var að líta eftir sólar- geisla, sem hafði laumast inn um glugg- ann. »Lánaðu mér litla spegilinn«, sagði Óli, »ég ætla að láta geislann hoppa á þilinu, — sko, nú er hann korninn upp-í loftið — og nú er hann á hárinu þínu, mamma«. Mamma hans brosti, hún var að hugsa um, hvað drengurinn hennar var sjálfur líkur björtum sólargeisla. — Frh. Yussif gleymdi ekki. Frh. Drengjunum fór nú að fallast hugur, enda pótt þeir hefðu ásett sér að horf- ast rólegir í augu við allan háska; peir vissu pó, að hvert hóftakið bar pá lengra

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.