Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Síða 8

Ljósberinn - 01.05.1937, Síða 8
LJÓSBERINN Hinn heimsfrægi, sænski landkönnnður, Sven Hedén, segir svo: »Afengir drykkir eru tíðasta orsökin til slysa og áfloga, lasta og afbrota, eldsíkveikj u og mannmorða. Þeir, sem neyta áfengra drykkja, missa alla starfslöngun og sjálfsvirð- ingu. Ef ég hefði leyft þjónustufólki mínu, sem ég hafði með mér í Asíuferðum mínum, að neyta áfengis, hefði ferðin mín ekki borið þann árangur sem ég ætlaðist til og raun varð á. í flutningi mínum fannst aldrei dropi af áfengi. Þetta ætti æskulýður íslands að athuga. Nautn áfengra drykkja fylgir ætíð böl og ógæfa. Hverjir taka á móti okkur fyrir handan tjaldið? Ég hefi einu sinni lesið um heið- ursfrú nokkra, sem dreymdi athyglis- verðan draum eina nóttina. Til hennar kom engill og leiddi liana brott með sér, þangað til að þau komu í undurfagran stað. Þar sýndi hann henni alla dýrðina og meðal annars ódæma skrautlegt hús. »Hver á að búa í þessari dærna- lausu villu?« spurði frúin. »Það á skósmiðurinn, sem er granni þinn að gera«, svaraði engillinn. »En skósmiðurinn er ekki vanur að búa í svona fínu og fallegu húsi. Húsið hans er óttalega ómerkilegur kumbaldi, hreinasta greni«. »Já,« sagði engillinn, »en skósmið- urinn hefir nú samt sent efnivið, til þess að byggja þetta hús úr.« Síðan fór engillinn með liana að litlu, lirörlegu og ósjálegu húsi. »Hver á að búa í þessu húsi?« spurði frúin. »Hér átt þú að húa«. »Ég er ekki vön að húa í svona greni«, mælti frúin með þykkjusvip. »Þú hefir ekki sent efnivið til þess að byggja betra hús, en það hef- ir skósmiðurinn gert, og þess vegna hefir hann nú betra hús til að búa í en þú«, mælti engillinn. Frúin lét áminninguna, sem Guð gaf henni með draumi þessum, sér að kenningu verða. Fjallasýn á vori. Fagurt er til fjalla fagurt sveitum í; klœðir œttjörð alla œskufegurð ný. Gaman er að ganga grœna út í hlíð; ilmiblómin anga ung og kát og fríð. B. /, /32

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.